Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 12

Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 12
Deilumál innan „kerf isins” : Hver er eigandi flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli? Greint frá ágreiningi og málaferlum sem upp hafa risift vegna álagningar fasteignagjalds á flugstöftvarbygginguna Er flugstöðin á Keflavíkurflugvelli okkar eign, eða á varnarliðið hana áfram eftir afhendinguna 1964? Um þetta eru skiptar skoðanir. íslenzka ríkisstjórnin telur ákveðið að varnarliðið eigi flug- stöðina, enda þótt ríkissjóður sé skráður eigandi hennar í fasteignamatsskrá og hjá Brunabótafélagi íslands. Hins vegar virðist engum blöðum um það að fletta að við erum eigendur að síðari tíma viðbótum við flugstöðina, eins og skýrt er tekið fram í samningi utanríkisráðuneytisins og íslenzks markaðar hf. frá 9. júní 1970. Upphaf þess að á þetta er látið reyna, er það, að Njarð- víkurhreppur leggur fasteigna- skatt á flugstöðina 1973 og greiddi flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli hann fyrir hönd ríkissjóðs; athugasemda- laust. Árið eftir vill flugmála- stjórnin fá skuldajöfnun á á- lögðum fasteignaskatti á flug- stöðvarbygginguna og gjöldum, sem flugmálastjórnin greiddi varnarliðinu fyrir þjónustu, en þegar það fékkst ekki andmælti flugmálastjórnin skyldu til greiðslu skattsins og kom nú fram sá skilningur, að flugstöð- in væri eign varnarliðsins, en ekki rkissjóðs. Njarðvíkur- hreppur krafðist þá uppboðs á flugstöðvarbyggingunni og kvað lögreglustjórinn á Kefla- víkurvelli upp þann úrskurð að krafan skyldi ná fram að ganga. Úrskurðinum var áfrýj- að til Hæstaréttar, sem ómerkti hann með dómi, þar sem ekki hafði verið leitað álits yfirfast- eignamatsnefndar áður en mál- ið var lagt fyrir dómstóla. Mál- inu var síðan skotið til yfir- Hin umdcildu mannvirki á Vellinum. Húsnæði íslenzks mark- aðar í viðbótarbyggingunni fremst. fasteignamatsnefndar, sem kvað upp þann úrskurð, að með samningnum um afhendingu hótel- og flugstöðvarbyggingar- innar varnarliðs íslands til ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, hefði ríkisstjórnin tekið að sér rekst- ur og viðhald flugstöðvarbygg- ingarinnar, en að ríkissjóður hafi ekki þá og e'kki síðar orðið eigandi hennar. Varnarliðinu ber ekki skylda til að greiða 12 FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.