Frjáls verslun - 01.10.1977, Qupperneq 7
Það yrði of langt mál að telja
hér hvernig opinber stjórn og
eftirlit er með hinum ríkis-
reknu fyrirtækjum. Þau hafa í
reynd verulegt sjálfstæði, þótt
þau starfi eftir viðmiðunarregl
um frá viðkomandi ráðherra
sem ber ábyrgð á rekstrinum.
® „ÓSÝNILEGAR TEKJUR“
MIKLAR
Um 30% vinnandi manna
starfa í framleiðsluiðnaði (42fJ
ef byggingariðnaði og námu-
greftri er bætt við) og um 45%
í þjónustugreinum. Þetta beinir
huganum að því hve „ósýnileg-
ar tekjur“ Breta eru miklar.
þ.e. tekjur á þjónustujöfnuði
fyrir flutninga, af ferðamönn-
um, tryggingum, bankastarf-
semi erlendri fjárfestingu o.fl.
Munu þeir koma næstir Banda-
ríkjunum í tekjum af
þessu tagi. Árið 1975 námu
þessar tekjur rúmum 11 millj-
örðum sterlingspunda og tekju-
afgangur nam 1,5 milljarði (f)
en hallinn á vöruskiptum var
það ár um 3 milljarðar (£) á
fob verði. Árið áður var sam-
svarandi halli um 5 milljarðar
(£), en var síðast hagstæður
1971.
Þrátt fyrir mikla skuldasöfn-
un erlendis á síðustu árum eru
eignir Breta erlendis enn þá
meiri en skuldirnar. Rikisstjórn-
in stefnir að því að draga úr
lántökum hins opinbera úr 9%
af þjóðarframleiðslu fjárlaga-
árið 1976-1977 í 6% 1977-1978.
.Almcnna niðurstaðan af þess-
um hugleiðingum er sú að Bret-
ar hafa séð það svartara í efna-
hagsmálum en nú og að veru-
legur árangur hefur náðst á síð-
ustu misserum við að koma
þjóðarbúinu á réttan kjöl. Og
það hlýtur að vera uppörvandi
að reka kjölinn niður í olíu og
láta skipið ganga fyrir henni
Kauphöllin í L.mdon. Fjármagnsmarkaðurinn þar í borg er enn
afarmikilvægur í alþjóðaviðskiptum.
„Það hlýtur að vera uppörvandi að reka kjölinn niður í olíu og
láta skipið ganga fyrir henni.“
ve:ði, auknum tryggingabótum
o.fl. Athyglisvert er að árang-
ur hefur orðið meiri hjá Bret-
um en okkur í baráttunni við
veiðbólguna. Á móti hefur
markmiðið um fulla atvinnu
orðið að vikja en atvinnuleysi
hefur verið um 5 ¥2% að undan-
förnu í stað 1-2% að jafnaði
1947—1967.
e ÝMSIR ORÐNIR
ÓÞOLINMÓÐR
Það verður áreiðanlega
strembið að varðveita þennan
árangur sem náðst hefur því að
ýmsir aðiljar eru orðnir óþol-
inmóðir. Þannig hafa ýmsir hóp-
ar farið fram á 30% launahækk-
un á þessu ári. Miklar deilur
hafa verið sem kunnugt er um
ríkisumsvif og þjóðnýtingu. Um
fjórðungur allra vinnandi
manna starfar hjá hinu opin-
bera. þar af um fjórðungur hjá
ríkisfyrirtækjum (námugreftri,
raforku -og gasframeiðslu, stál-
iðnaði, járnbrautum, flugi, öðr-
um flutningum og pósti og
síma). Nýlega hefur breska
olíufélagið verið stofnað til að
annast nvtingu olíunnar í Noi’ð-
ursjónum og vinna að þjóðnýt-
ingu skipasmíðaiðnaðar og flug-
vélaiðnaðar. svo og til að sjá
t.il þess að hið opinbera eignist
hafnir í einkarekstri og taki að
sér vöruflutninga á sjó.
FV 10 1977
17