Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Page 24

Frjáls verslun - 01.10.1977, Page 24
Bowater - Scott Selur pappírsvörur til 40 landa * * Arssalan til Islands nemur um 180 þúsund pundum „Við hjá Bowater-Scott liöfum átt erfitt með að skilja stefnu íslenzkra stjórnvalda í tollamálum, sem birtist meðal annars í jjví, að íslenzkar konur ncit'a salernispappír til að snyrta sig í framan í stað hess að kaupa andlitsþurrkur til þess. Ástæðan er sú, að á salernispappírnum er 15% tollur á íslandi en sé pappírinn í formi andlitsþurrka er á honum 70% tollur“. Kynningarmynd frá Bowater-Scott, þar sem sýndar eru andlits- þurrkur úr pappír. Tollastcfna íslenzkra yfirvalda gerir það að vcrxum að salernispappír er notaður í sama tilgangi í stað þess- arar vöru . Þetta sagði H. F. Brown, sölu- stjóri hjá Bowater-Scott í London í samtali við F.V. en fyrirtæki hans flytur mikið af pappírsvörum til íslands. Á tímabilinu 1973-1976 hefur orð ið 400% aukning í útflutningi þeirra til íslands og á þessu ári er gert ráð fyrir að salan nemi 180 þúsund sterlingspundum. GÓÐUR ÁRANGUR Á ÍSLANDI Hér á landi eru það fyrirtæk- in Kristján Ó. Skagfjörð og H. Ólafsson og Bernhöft sem flytja inn vörur frá Bcwater-Scott, sem eru aðallega salernisrúllur, eldhúsrúllur og andlitsþurrkur. Brown taldi að góður árangur hefði náðst á markaði á íslandi og mætti það þakka gæðum vörunnar og góðri þjónustu, sem fyrirtækið í London legði áherzlu á m.a. með vikulegum sendingum. Þá hefðu umboðs- mennirnir á Islandi reynzt mjög vel ,og væri haft reglulegt sam- band við þá með gagnkvæmum heimsóknum, helzt tvisvar á ári. Þá taldi Brown mikilvægt að tekið væri tillit til gengismála á fslandi og efnahagsástandsins almennit i samskiptum við um- boðin á íslandi. Bowater-Scott hefur starfað síðan 1956 er Bowater Corpora- tion í Bretlandi og Scott Paper Company í Bandaríkjunum sameinuðust á jafnréttisgrund- velli. Félagið rekur nú tvær pappírsverksmiðjur í Bretlandi og dreifingarmiðstöðvar á 21 stað í Bretlandi en samtals eru starfsmenn 3400 talsins. Bo- water-Scott hefur mesta fram- leiðslugetu af öllum fyrirtækj- um á sínu sviði í Evrópu og reyndar í heiminum ef Norður- Ameríka er undanskilin. FREMSTIR Á SÍNU SVIÐI Helztu merki Bowater-Scott eru Andrex og Petal-salernis- pappír og Fiesta og Scott þurrk- ur og á Bretlandsmarkaði eru þeir sölu'hæstir af einstökum framleiðendum hvað þessar vörutegundir snertir. Árssalan er um 100 milljón pund og þar af er hlutdeild Bowater-Scott um 47%. Bowater-Scott kemur næst á eftir Kleenex í sölu á andlitsþurrkum á brezka mark- aðnum. Útflutningur Bowater Scott nær til 40 landa. 34 FV 10 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.