Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Síða 33

Frjáls verslun - 01.10.1977, Síða 33
Feróamál í Bretlandi Hafa 7 milljón pund i tekjur af erlendum ferðamönnum á hverjum degi Búizt við um 11 milljon ferðamönnum í ár í fyrra höfðu Bretar 2,1 milljarð sterlingspun tla í gjaldeyristekjur af crlendum ferðamönnum, sem til Bretlands komu. Erlendir ferðamenn eyddu um 1,6 milljarði í landinu, samkvæmt áætlun- um o" 470 milljónum punda í fargjöld með brezkum ffugfélögum og skipafélögum. Tekjur Breta af crlendum ferðamönnum jukust um 45% í fyrra miðað við árið 1975. mennskunnar er sundurliðaður lítur hann þannig út í höfuðat- riðum: Millj. £ Gisting .................. 610 Máltíðir ................. 250 Innanlandsferðir ......... 190 Skemmti -og skoðunarferðir ........... 210 Innkaup 840 Fargjöld greidd brezkum skipa -og flugfélögum 600 Alls 2.700 Erlendir ferðamenn í Bret- landi greiða söluskatta og skatt Tala erlendra ferðamanna í Bretandi í fyrra var 10,1 millj- ón og var það 14% aukning frá árinu áður. Tekjur Breta af ferðamönnum námu 5% af heildarútflutningstekjum, bæði beinum og óbeinum. Ferða- mennskan aflaði Bretum 15% af ölum ósýnilegum gjaldeyris- tekjum þeirra. BANDARÍKJAMENN F.TÖLMENNTU Fjölmennastir erlendra ferða- manna miðað við þjóðerni voru Bandaríkjamenn eða 1,5 millj- ón og hafði bandarískum ferða- mönnum í Bretandi þannig fjölgað um 10% frá árinu áðut’. Þeir eyddu samtals 350 milljón- um punda í landinu, eða í far- gjöld með brezkum flutninga- félögum. f ár gera brezk ferðamálayf- irvöld ráð fyrir að 11,4 milljón- ir erlendra ferðamanna sæki Breta heim og innanlands er gert ráð fyrir að þeir eyði 2,1 milljarði punda en 600 milljón- um í fargjöld með brezkum fyr- irtækjum. Samkvæmt þessu munu Bretar hafa i dagstekjur af erlendum ferðamönnum um 7 milljónir punda. Þetta gefur líka glögglega til kynna, að ferðamennska er hraðvaxandi gjaldeyristekjulind fyrir Breta Komur ferðamanna frá Evrópu- löndum til Bretlands fóru einn- ig vaxandi í fyrra og voru meiri en í meðallagi. í ár gera brezk ferðamálayfirvöld ráð fyrir að evrópskir ferðamenn í Bret- Tower- brúin í London, einn af sígildum ferða - mannastöð- um í Lond- on. landi verði samanlagt 7 millj- ónir en það er um 60% af heildinni. ALLRA HAGUR Allar greinar brezks atvinnu- ifs hagnast á ferðamennskunni beint og óbeint. Á ferða- mennsku byggjast ýmsar þjón- ustugreinar, sem hafa starfandi á sínum vegum meira en millj- ón manns en störf viðkomandi manna b.yggjast á þvi beint og óbeint að annast fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn og enn- fremur Breta, sem til útlanda fara. Ef tekjubálkur ferða- FV 10 1977 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.