Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.1977, Blaðsíða 41
„Talk of tlie Town“ — einn frægasti skemmti- staður í London . frá London. Eyjarnar eru rétt undan norð-vesturhorni Frakk- lands en heyra undir brezku krúnuna og eru í nánum tengsl- um við Bretland þó að sjálf- stjórn sé mikil. Þessar eyjar hafa verið himnaríki á jörð fyr- ir þá, sem viljað hafa halda greipum skattheimtumanna í hæfilegri fjarlægð frá sjóðum sínum því yfirvöld eyjanna hafa verið mjög frjálslynd í skattamálum. Þetta hefur líka kcmið fram í því að verðlag á ýmissi munaðarvöru, sem er i háum tollfokkum annars staðar eins og á áfengi og tóbaki, hef- ur verið með lægra móti á Erm- arsundseyjum. Eyjaskeggjar búa við mjög milt loftslag, og á sumrin er hitinn þar venjulega talsvert yfir 20 stig. Bretar koma þangað í stór- um hópum til að njóta sumar- leyfisins, þvi að þar suður á eyjum, þó að ekki séu langt undan Bretlandsströnd, er sól- baðsveður miklu meira en heima fyrir. Hótel eru með af- brigðum góð og þjónusta öll og umhverfi hið fegursta. Jersey er sannkölluð bóma- eyja, því að gróður er þar afar fjölskrúðugur. Eyjan er aflíð- andi til suðurs og þar eru breið- ar og glæsilegar baðstrendur þaktar hvítum sandi en á norð- urströndinni er þverhnípt í sjó niður með einstaka víkum sem fólk notar líka til að baða sig. Á síðustu árum hafa íslend- ingar smám saman verið að uppgötva Jersey og er allt eins líklegt að á komandi tímum muni þeim fjölga, sem taka á sig þessa stuttu ferð frá Lond- on suður til rósaeyjunnar á Ermarsundi. Ratsjár Loran Ritari Sjálfstýring Vélgæslukerfi ♦ Rafeinda- þjónustan hf. Grandagarði 1 a, Sími: 23424. Á sólarströnd á Ermarsundseyjunni Jersey. FV 10 1977 51

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.