Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 66
kassaverksmiðju í Metz í austur- hluta Frakklands. ,,Fólk tekur sér ekki lengur frí án þess að gera mér viðvart. Áður var þetta meiriháttar vandamál." ,,Þetta er mjög gott fyrirkomu- lag“, segir Louis Guilren, 35 ára gamall starfsmaður i samsetning- arverksmiðju Peugeot. ,,Ég á rétt á að taka mér frí i einn og einn dag þegar ég þarf nauðsynlega á því að halda. Ég þarf ekki að biðja um þaö. Um áramótin síöustu tók ég nokkurra daga leyfi til þess að heimsækja foreldra mína í Suður- Frakklandi. Svoleiðis nokkuð hefði maður ekki getað gert áður nema því aðeins aö taþa hluta af laun- um.“ Verksmiöjur Peugeot og Citroén loka á hverju ári vegna sumarleyfa og verkafólkið verður þá að taka sitt árlega, greidda orlof allt á sama tíma. Tillit til erfiðisvinnumanna ,,Ég er mjög ánægður með þá möguleika, sem þetta býður upp á“, segir Fernand Blanés, fimm- tugur verkamaður í járnbræöslu hjá Citroén. ,,Konan mín verður að fara árlega til meðferðar á heilsu- hæli og nú get ég farið með henni." ,,Við höfum tileinkað okkur ný vinnubrögð undanfarin ár. Það er því enginn vandi að ganga inn í störf annarra meðan þeir eru í burtu. En það er allt í bezta lagi úr því að við högnumst öll á þessu", segir Blanés. ,,Það er ánægjulegt hvernig þetta kerfi tekur tillit til erfiðis- vinnumanna með því að gefa þeim hærri stigatölu", segir Jacques Didier, 29 ára gamall tæknimaður í samsetníngarverksmiðju Citroén. Samkvæmt orlofskerfinu fær handverksmaöur 15 stig fyrir hverja heila vinnuviku. Þaö jafn- gildir 15 mínútum í aukafrítíma. Verkamaður fær því klukkustund- arviöbótarfrí fyrir hverjar fjórar fullunnar vikur. Stjórnunarstarfslið og tæknimenn, sem búa við betri starfsskilyrði, fá hins vegar níu stig fyrir hverja unna viku. Starfsmenn geta fengið hærri stigatölu en þetta. Vaktavinnu- menn fá sex stig að auki á viku hverri. Þar sem vinnuskilyrði eru sérstaklega erfið fá menn 12 aukastig á viku. 15 stig til viðbótar eru gefin fyrir hvern unninn sunnudag eða almennan frídag. í janúarmánuði ár hvert fær hver starfsmaður skýrslu með yfirliti yfir heildarstigatölu sína og greinar- gerð um hvernig hún er fundin út. Starfsmaður, sem ekki hefur tekið neinn orlofsdag utan fasta sumar- leyfisins, fær þá stigafjölda sinn tvöfaldaðan á einu bretti. Hver og einn með færri en fimm heimildar- lausa fjarvistardaga yfir árið fær 50% hækkun stiga. Fjarvera vegna veikinda, fjölskylduástæðna eins og dauðsfalla, giftinga og fæðinga er ekki talin með. Aðferð til að draga úr fjarvistum? ,,Það var mjög auövelt að kom- ast inn í gang þessa kerfis", segir Christian Caps, 25 ára viðgerðar- maður. ,,Við hjónin settumst niður til að skipuleggja aukafrídagana. Við ætlum að safna þeim saman til að geta lengt sumarleyfið eftir fá- ein ár. Konan mín vinnur líka úti. Bílastillingar með fullkomnustu tækjum Við yfirförum 15 atriði í vélastillingu 1. Skipt um kerti og platínur. 2. Mæld þjappa. 3. Stilltir ventlar. 4. Hreinsuð eða skipt uni loftsíu. 5. Hreinsuð eða skipt um bensínsíu. 6. Hreinsuð geymasambönd. 7. Hreinsaður öndunarventill. 8. Athuguð og stillt vifturcim. 9. Mældir kertaþræðir. 10. Mældur startari. 11. Mæld bleðsla. 12. Mældur rafgeymir. 13. Stilltur blöndungur og kveikja. 14. Mæld nýtivi á bensíni. 15. Þrýstiprófað vatnskerfi. Höfum einnig fyrirliggjandi í heildsölu og smásölu: • Platínur • Kveikjulok • Kveikjuhamra • Kveikjuþétta • Olíu-, loft og bensín- síur ásamt ýmsum öðrum varahlutum • VÉLASTILLING SF. O. ENGILBERTSSON H/F 43140 Auðbrekku 51 Kópavogi. Sími 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.