Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 75
„Brauðin ný, ef þau eru
ekki orðin vikugömul”
Hjúkrunarkona gift
tannlækni væri sér-
staklega boöin vel-
komin á Fáskrúðsfirði
Á Fáskrúðsfirði vildi svo til að
blaðamaður Frjálsrar Verzlunar
gekk inn á skrifstofu sveitastjóra,
rétt í þann mund að þar áttu sér
stað mannaskipti. Helgi V. Guð-
mundsson, sem verið hefur sveit-
arstjóri þar, en nú er að taka við
starfi sveitarstjóra á Breiðdalsvík,
var að setja nýjan mann í starfið,
það er Jón G. Sigurðsson.
Þeir voru fáanlegir til að setjast
niður andartak og spjalla.
,,Það sem fyrst kemur í hug-
ann", sagði Helgi, „erauðvitað allt
það sem hér vantar, en ætti að
geta borið sig á svona stað. Hér
vantar til dæmis alla bókhalds-
þjónustu og alhliða endurskoðun-
arþjónustu og er vafalaust að sú
vöntun kemur illa niður á viðskipt-
um hér á staðnum.
Auk þess vantar hér alls konar
þjónustufyrirtæki. Hér er enginn
bakari og brauð í búð teljast ný, ef
þau eru ekki orðin vikugömul.
Ekkert þvottahús, enginn rakari og
ekkert, ekkert. Hér kemur rakari
frá Eskifirði einu sinni í mánuði og
hann þarf ekki að auglýsa, því það
sést þegar á höfðum þorpsbúa
þegar hann er kominn.
Þá vantar hér hjúkrunarkonu og
tannlækni, helzt hjúkrunarkonu,
sem væri gift tannlækni, því hús-
næði er af skornum skammti og
aldrei verra að spara það.
Kaupfélagið með almennar vörur
og sérdót
Verzlun og viðskipti eru blómleg
á staðnum. Kaupfélagið er ákaf-
lega umsvifamikið. Rekur tvær
verzlanir með almennar vörur, svo
og sérverzlanir með málningar-
vörur og fleira sérdót og jafnframt
bókabúð. Það er nú búið að steypa
undirstöðu að feikna stóru verzl-
unarhúsi, sem kemst vonandi í
gagniö sem fyrst.
Auk verzlunar rekur kaupfélagið
tvo togara, hraðfrystihús og
bræðslu.
Hér, eins og víða, er nokkuð al-
hlióa skortur á menntuðu fólki,
jafnt í viðskiptalífinu, sem öðrum
þáttum lífsins. Jafnframt háir okk-
ur skortur á vinnuafli almennt.
Æskilegt væri að fjölbreytni gæti
orðið meiri í atvinnulífinu og hefur
verið rætt um að koma á léttum
iðnaði, í sambandi við trésmiðjuna
sem hér er. Hún er stærsta iðnfyr-
irtækið á staðnum og stundar
bæði bátasmíði og húsbyggingar,
auk þess að reka vísi að bygg-
ingavöruverzlun. Þá rekur hún
vélsmiðju og önnur slík er hér á
vegum kaupfélagsins.
Tólf nýjum lóðum úthlutað
Hér er allnokkur uppbygging. Á
árinu hefur verið úthlutaö tólf lóð-
um. Nýlokið er byggingu verka-
mannabústaða og nú er verið að
hefja framkvæmdir við leigu-
íbúðablokk. Landsbankinn hefur
fengið lóð fyrir bankabyggingu og
fer hann vonandi af stað fljótlega.
Annars eru það þessi atriði, sem
athuga þarf, áður en hugað er að
nánari uppbyggingu atvinnu- og
viðskiptalífs á staðnum. Nauðsyn-
leg þjónusta fyrir þau viðskiptafyr-
irtæki sem hér eru eða hingað
koma þarf að verða fyrir hendi,
bókhalds- og endurskoðunarskrif-
stofa fyrst og fremst. Svo þarf að
finna leið til að hafa fyrir hendi þá
þjónustu, sem fólkið sjálft vill geta
gengið að, þannig að brauðin frá
því í fyrradag verði ekki lengur tal-
in alveg glæný."
Maður kemur í manns stað. Sveitarstjóraskipti á Fáskrúðsfirði fest á
mynd. Jón G. Sigurðsson tekur við af Helga Guðmundssyni, t.h.
75