Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 33
Kápa af einu tímaritinu, sem Bertelsmann gefur út, kvennablaðinu
Brigitte en það er hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu.
Kemur víða við
Bertelsmann hefur fært út kví-
arnar á alþjóðlegum markaði í
miklu meiri mæli en nokkurt annað
útgáfufyrirtæki. Nærri þriðjungur
af sölu á sér stað utan Þýzkalands,
þ.e.a.s. í öðrum Evróþulöndum,
Suður-Ameríku og fer vaxandi í
Norður-Ameríku.
Bertelsmann-fyrirtækið hefur
staðið andsþænis margvíslegum'
öröugleikum í sambandi við dreif-
ingarmál sín og vegna mismun-
andi menningarlegra og samfé-
lagslegra skilyrða í hinum ýmsu
löndum. Tungumálavandinn veld-
ur því að Bertelsmann verður aö
ráða til sín blaöamenn frá viökom-
andi löndum. Þetta gerir stjórnun
þyngri í vöfum. Mohn bætir við:
,,í mörgum löndum er útlend-
ingum alls ekki heimilað að stunda
útgáfustörf. Franska stjórnin hefur
t.d. bannað okkur að kaupa tíma-
ritiö Modes et Travaux."
I Þýzkalandi, Hollandi og Frakk-
landi eru bókabúðir algengar. Þær
eru færri í Bretlandi. Á Spáni,
Ítalíu, stærstum hluta Bandaríkj-
anna og í Suður-Ameríku eru þær
mjög fáar.
„[ mörgum þessara landa notast
útgefendur við sölumenn, sem
ganga um með vörulista og selja
bækur — ævinlega safnrit.", segir
Mohn. „Það eru ekki gefnar út
einstakar bækur vegna þess að
þær myndu ekki seljast. I Brasilíu
eru engar pappírskiljur gefnar út
vegna þess að dreifingarkerfi
vantar."
Þannig nálgast Mohn vanda-
málin jafnt sem margvísleg tæki-
færi í starfsemi fyrirtækja sinna.
Þar er um að ræða bókaklúbbana
með um 38,7% sölu, bókaútgáfu
8%, prentun og hljómplötuútgáfu
11,8%, kvikmynda- og sjónvarps-
þáttagerð 9%, og tímaritaútgáfu á
vegum Gruner & Jahr A.G., þar
sem Mohn ræður yfir 75% hluta-
fjár. Tímaritaútgáfan skapar hins
vegar 32,5% sölu hjá samsteypu
Mohns.
Vinsælir bókaklúbbar
Kjarni starfseminnar, bóka-
klúbbarnir, bjóða ýmsum löndum
upp á nýtt dreifingarkerfi þannig
að einangruð þjóðabrot fá tæki-
færi til að velja úr 500 til 600
bókatitlum.
,,Ég var nýlega í Kólumbíu, í
2000-3500 manna þorpum Indí-
ána“, sagði Mohn fyrir skömmu í
samtali viö blaðamann bandaríska
tímaritsins Forbes. „Þetta er virki-
lega fátækt fólk. Samt sem áður
eru í slíku smáþorpi milli 100 og
200 meðlimir bókaklúbbs."
Mohn hóf aðgerðir á mörgum
framleiðslusviðum sínum einfald-
lega vegna þess að aðrir ætluðu
að halda honum úti í kuldanum.
Þegar fjölþjóölegu hljómplötufyr-
irtækin neituðu að viðurkenna
hljómplötuklúbbana hans sem
dreifingaraöila, byrjaði hann að
gefa út plötur sjálfur.
„Alfræðibókadeildin okkar var
stofnsett vegna þess að útgefend-
ur slíkra bóka í Þýzkalandi vildu
ekki veita okkur dreifingarrétt",
segir Mohn. „Hið sama er að segja
um landakortaútgáfuna, sem við
byrjuðum á á sjötta áratugnum."
Kvikmyndagerðin erfið viðfangs
Því er ekki að neita, að Mohn
hefur hlotið skrámur við og við.
Það gerðist í kvikmyndaiönaðin-
um. Mohn hefur lýst því þannig:
„Við keyptum ufa-kvikmynda-
gerðina þýzku. En vegna sam-
keppni frá stóru kvikmynda- og
sjónvarpsþáttafyrirtækjunum er
næstum útilokað að halda áfram.
Við seljum ríkissjónvarpsstöðvun-
um sjónvarpsþætti fyrir um 7,5
milljónir marka á ári og um aukn-
ingu er ekki að ræöa. Eina ráðið
fyrir þýzka kvikmyndaframleið-
endur er að leita á náðir amerískra
dreifingarfyrirtækja."
Framhald er á aðgerðum Mohns
erlendis vegna aukinna umsvifa
þýzku stjórnardeildarinnar, sem
hefur eftirlit með hringamyndun-
um. Á síðustu 18 mánuðum hefur
hann gert mikilvæga samninga á
Spáni og Italíu. Þýöingarmest voru
þó kaup hans á bandaríska út-
gáfufyrirtækinu Bantam Books,
sem hann fékk fyrir 36 milljón
dollara á borðið.
Aðgerðir Mohns á bandaríska
markaðnum einkennast af mikilli
varfærni. „Öll árin eftir stríöið var
ég að læra af reynslu Bandaríkja-
manna", segir hann. „Þetta átti við
um útgáfuna, prentun, skipulag og
stjórnun. Ég sagði alltaf að það
væri ástæðulaust að fara inn á
bandaríska markaðinn. Ameríkan-
arnir kynnu til verka."
Nú telur hann aftur á móti að
beztu evrópsku útgáfufyrirtækin
standist samanburð við góð
bandarísk útgáfufyrirtæki.
33