Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 53
1 M uÆ IA1 M ■ ■ « Mj A
mnKaup isienun erlendis w Grein eftir Leó M.Jónsson, tæknifræðing
Utlendingar
eiga oft
erfitt með að
skilja ís-
lenzka viðskiptahætti
Það hafa löngum farið miklar og misjafnar
sögur af viðskiptum íslenzkra á erlendri
grund. Einn óbrotgjarnasti minnisvarði um
ævintýraleg viðskipti íslenzkra athafna-
manna á fyrri hluta þessarar aldar er í bók
Halldórs Laxness, Guðsgjafarþulu, þar sem
íslandsbersi Hjálmarsson spilaði með
sænska síldarspekúlanta af hjartans list.
En þeir tímar eru nú liðnir og allur annar
bragur á viðskiptaháttum hér og erlendis.
Greinarhöfundur er einn þeirra manna sem
um árabil hefur tekið að sér að undirbúa
samninga við erlend fyrirtæki um innkaup á
efni, vélum og þjónustu fyrir ýmsa aðila hér-
lendis og er þessi hugleiðing rituð út frá
reynslu minni á þessu sviði.
íslenzkir „businessmenn"
íslenzkir kaupsýslumenn og aðrir sem við-
skipti eiga við útlendinga eru að sjálfsögöu
eins misjafnir og þeir eru margir, sumir eru vel
skólaðir í erlendum viðskiptaháttum og taka
ferðalög í viðskiptaerindum sem hverja aðra
vinnu, sem nauðsynlegt er að skipuleggja,
aðrir eru eins og beljur á svelli. Þeir síðar-
nefndu eru oftast hálfgerðir grænjaxlar sem
líta á utanlandsferð sem skemmti- og fyllerí-
isferö, þótt erindið sé viðskiptalegs eölis
enda eru samningar sem þeir gera oftast ó-
hagkvæmir. En í þessu sambandi virðist gæta
landlægs misskilnings í sambandi við áfengi.
Hérlendis er áfengi fyrst og fremst notað sem
deyfilyf gegn streitu og ofþreytu þótt tilgang-
urinn sé látinn heita skemmtun. Ef frá eru
talin Noröurlöndin þá er tæpast um neina
hliðstæöu að ræða erlendis í meðferó og
neyzluháttum og vín yfirleitt notað í allt öðrum
tilgangi. Á viðskiptasviðinu hefur þaö óum-
ræóilega ákveónu hlutverki að gegna með
öðrum þjóðum, og því fáum við Islendingar í
engu breytt. Ég held aö þetta verói menn aö
byrja á að kynna sér og læra.
Vínhneigðu fólki er talin ákveöin hætta bú-
in í utanríkisþjónustu, ekki síður þeirri ís-
lenzku en annarra þjóða. Þetta á sér þá skýr-
ingu, aðerlendiservín talinn ómissandi liður í
samskiptum fólks, sérstaklega á diplomatiska
svióinu og í vióskiptum. Þar ríkja ákveönar
hefðir og urmull óskráðra reglna sem nógu
erfitt getur verið aó henda reiður á, þótt ekki
sé óvarlega farið í þokkabót, en það virðist
hafa orðið mörgum landanum grátt gaman.
Tungumálakunnátta er forsenda þess að
manni verði eitthvað ágengt. Þótt enska sé
útbreidd þá kemst maður stutt á henni einni
saman. Það er nauðsynlegt að tala a. m. k. eitt
Noróurlandamálanna. í Þýzkalandi, Sviss,
Benelux-löndunum og í Frakklandi tala yfir-
leitt allir viósemjendur ágæta ensku, vanda-
málið er helst það að almenningur í þessum
löndum kærir sig ekki um að tala ensku, þótt
kunnáttan sé fyrir hendi. Þetta hefur það í för
með sér aö minniháttar erfiðleikar geta alltaf
skapast í sambandi við farartæki, verzlanir og
aðra þjónustu. Þaö er hinsvegar óbrigöult ráð
fyrir íslendinga sem ferðast í þessum löndum
á eigin bíl og misjafnlega kunnugir umferð-
arreglum að tala eingöngu íslenzku við lög-
regluþjónana, sem tala allir ensku þegar
hægt er aö sekta.
Sinn er siður . ..
Þótt fáir virðist hafa hugmynd um það þá er
53