Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 55
íslendingum ekki leyfilegt að gera skuldbind-
andi samninga um kaup á efni eða vélum er-
lendis, það þýðir m. ö. o. að manni er ekki
leyfilegt að skrifa undir neina samninga sitj-
andi við þorð utan íslenzkrar lögsögu. Það
segir sig sjálft að eftir þessum reglum er ekki
ávallt farið.
Allt sem um er rætt á að vera í tilboðsformi
til síðari staöfestingar bréflega. Kaupsamn-
ingar skulu vera „proforma" og öðlast ekki
gildi nema til komi staðfesting heiman frá fs-
landi eða staðfesting í formi bankamilli-
göngu, svo sem með opnun bankaábyrgöar.
Allir greiösluskilmálar eru háðir samþykki
viðkomandi opinberra aðila hérlendis á sama
hátt og lántaka erlendis.
Af þessum sökum hafa oftar en einu sinni
skapazt erfiðleikar og jafnvel samningsrof við
erlenda aðila. Hjá þessu má komast með því
að skýra málin ítarlega og skírskota óspart til
íslenzkra laga, sem þegar eru orðin að þjóð-
sögum meðal kaupsýslumanna víðaerlendis.
Erlendis er það ákaflega misjafnt hvar og
með hvaða hætti gert er út um málin. í
Bandaríkjunum, Kanada og jafnvel í Svíþjóó
er málið yfirleitt til lykta leitt við hádegis- eða
miðdegisverð á veitingastað. Sé um heimboð
að ræða, þá er það yfirleitt eftir að sam-
komulagi hefur veriö náð og þá er það ófrá-
víkjanleg regla að minnast ekki á viðskipti
nema gestgjafinn hafi um það frumkvæði.
Eitt af því sem útlenzkir kaupsýslumenn
eiga hvað erfiðast með að gera sér grein fyrir
er hvað innkaupsverð virðist oft skipta litlu
máli hjá okkur íslendingum. Þetta gildir að
sjálfsögðu mismunandi eftir því hvað verið er
að kauþa, en þeim finnst oft með öllu óskilj-
anlegt hvernig íslenzk fyrirtæki fara að því að
selja vörur með allt niður í 1 /10 hluta þeirrar
álagningar sem er viðhöfö hjá þeim. Þegar
þeim finnst innkaupsverö skipta höfuðmáli en
umboðslaun vera aukaatriði, er þessu þver-
öfugt farið hjá íslendingum, þá er ekki mikil
von til þess að samningar verði hagstæðir
íslenzka aðilanum. Þegar um er að ræða efni
og vélar til framleiðsluiðnaðar gilda hinsveg-
ar allt önnur lögmál. Við skulum byrja á því aó
gera okkur einhverja grein fyrir því við hvern
við erum að reyna að semja. Án þess að það
hafi nokkuð með kynþáttafordóma að gera,
er nauðsynlegt að vita hvort viðsemjandi er t.
d. hreintrúaður gyðingur. Hvers vegna? Það
væri ef til vill ekki nema til þess að vita á
hvaða dögum þýðir að tala við hann. Hrein-
trúaðir gyðingar, en þeir eru margir í við-
skiptum, t. d. í Bandaríkjunum, Sviss og
Frakklandi, Ijúka vinnuviku sinni um kl. 15 á
föstudögum. Eftir þann tíma og til sunnu-
dagsmorguns sinna þeir ekki viðskiptum,
hvað mikilvæg sem þau kunna að teljast,
svara ekki einu sinni síma. Þetta er ekki ólið-
legheit eða ókurteisi, heldur trúarbrögó, sem
þeir taka alvarlegri tökum en okkur íslend-
ingum kann að þykja skynsamlegt. Sunnu-
dagurinn er aftur á móti vinnudagur gyðinga
og þá er ekkert því til fyrirstööu að hafa sam-
band við þá. Einungis þessi vitneskja getur
forðað manni frá leiðinlegum árekstrum og
misskilningi.
Það er útbreiddur misskilningur hérlendis
að gyóingar séu erfiðir að eiga viðskipti við.
Þvert á móti mun það vera samdóma álit
þeirra, sem reynt hafa, aö gyöingar séu yfir-
leitt traustari aðilar en aðrir. Þeir eru vissu-
lega harðir í viðskiptum, en þaö verður að
hafa það í huga að þeirra sióur er að verð-
leggja vöru með tilliti til þess að geta slegið af
henni. Þetta felst einfaldlega í þeirri skólum
gyöinga, að það sé sálfræðilega mikilvægt aö
láta kaupandann standa í þeirri trú aö honum
hafi tekizt aö beita hyggjuviti sínu til þess að
komast aó betri samningum en næsti við-
skiptavinur á undan og á eftir.
Það sem hreintrúaður gyðingur tekur að
sér eftir aö samkomulag hefur tekizt stenzt
yfirleitt eins og stafur á bók. Þeir skilja aldrei
eftir neina lausa enda og oftast taka þeir enga
„óþarfa" áhættu, eins og raunar er gullin
regla í viðskiþtum og skilur þau frá ,,þraski.“
Eitt ættu menn að varast í sambandi við
gyðinga, — það er tilgangslaust að reyna aö
skáka þeim í drykkju, ef einhverjum skyldi
detta í hug slík firra. Gyðingar hafa nefnilega
vakið athygli þjóðháttafræðinga og annarra
vísindamanna á því að meðal þeirra gildir allt
annað lögmál varðandi áfengi en með öðrum
þjóðum eða trúarhópum. Meðal þeirra er of-
neyzla áfengis svo til óþekkt fyrirbrigöi og
þótt meðferð áfengis sé þar daglegt brauð
hafa þeir allra manna mesta stjórn á sjálfum
sér og fara aldrei yfir mörkin. Þetta gæti verið
ágætt minnisatriði fyrir einstaka berserki ís-
lenzka, sem telja sig eiga heiminn eftir nokkra
sjússa.
Hvað ber að varast?
Harka í samningum og ofurkapp við að
skáka viðsemjandanum í prútti kann að
gagna hagsmunum túrista á arabísku mark-
aðstorgi, en er eins líklegt til að kosta kaup-
55