Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 73
Vinnuafl vantar
á Eskifirði
,,Atvinnu- og viðskiptalíf hér er
tiltölulega einhæft", sagði Áskell
Jónsson, sveitarstjóri á Eskifirði,
,,þótt segja megi að hér séu
stundaðar allar verkunaraðferðir á
fiski utan niðursuða. Fiskurinn er
allt hjá okkur og þar er starfandi
eitt yfirgnæfandi fyrirtæki, sem
hefur verið vaxandi og hefur stað-
ið í miklum fjárfestingum, en það
er Hraðfrystihús Eskifjarðar.
'Nokkrir aðrir aðilar reka einnig
fiskvinnslu, saltfiskverkun til
dæmis, sem jafnframt stundar út-
gerð.
f verzlun er það pöntunarfélag-
ið, sem nánast er eina verzlunin
sem slík. Svo eru á staðnum
nokkrar sérverzlanir, raftækja-,
málningarvöru- og bygginga-
vöru. Það virðist alveg bera sig.
Þjónustuiðnaður er hér nánast
enginn. Hann er allur sóttur til
annarra staða og framleiðsluiðn-
Áskell sveitarstjóri: „Það hefur verið
rætt um að reisa hér iðngarða og hiúa
að þjónustuiðnaði."
aður er alls enginn nema fisk-
vinnsla.
Lítið landrými
Hvað varðar framtíðina eru okk-
ur ákveðin takmörk sett af stærð
bæjarins. Við höfum ákaflega lítið
landrými. Svo fara allir peningar
suður. Hér er mikil framleiðsla og
mikið fjármagn fer um. Þess vegna
gæti það borið meiri viðskipti en
eru í dag. Þetta er orðin mikil
þjónustuhöfn fyrir loðnuflotann, til
dæmis, og það kallar á mikla
þjónustu, sem ekki hefur verið
hægt að uppfylla til þessa. Fyrst og
fremst er þar þörf fyrir stórt véla-
verkstæði. Það sem hér er fyrir er
of lítið og annar engan veginn eft-
irspurn.
Það hefur verið rætt um að
reyna að reisa hér iðngarða.
Reyna að hlúa að þjónustuiðnaði,
eins og hægt er. Þar kemur þó
annar liður inn í dæmið, sem er
vinnuafl. Það vantar nú þegar
verulega.“
HÖSAVfiC - ICELAND
Atvinnurekcndur
Félagssamtök
Einstaklingar
Tilbod írá Húsavík til þcirra scm hyggjja á hclgarícrdir,
íunda- eda rádstcínuhald.
Lcitid nánari upplýsinga — íáid tilbodsbackling
COINFERENCE AND SEMINAR OFFERS FROM
Hótel Húsavík Tel. 96 41220 Telex 2152 att HH
Hötel
Húsavik
73