Frjáls verslun - 01.11.1978, Side 13
\
Markaðshorfur á vestrænum
mörkuðum eru nú góðar og er gert
ráð fyrir ríflegri aukningu þar á ár-
inu, og búist er við áframhaldandi
söluaukningu á næsta ári. Slíkt er
þó ekki unnt nema með átaki í
kynningu og sölu þessara vara,
samfara fyrsta flokks gæðum fram-
leiðslunnar.
Fyrirtækin búa nú við dauðan
tíma frá desember til marsloka og
fylgja þessu miklir fjárhagslegir
erfiðleikar. Kosin var þriggja
manna nefnd til þess að athuga
möguleika á því að fjármagna
framleiðslu þessa tímabils meö að-
stoð afurðalánakerfisins.
í dag eru starfandi á landinu 2
spunaverksmiðjur, 17 prjónastofur
og 35 saumastofur sem framleiða til
útflutnings auk handprjónakvenna
sem taldar eru um 1500.
Nýting sunnlenzkra jarðefna
Jarðefnaiðnaður h.f. var stofnað
fyrir rúmum tveimur árum og eiga
nær öll sveitarfélög á Suðurlandi
og um tvö hundruð einstaklingar
aðild að félaginu. Tilgangur félags-
ins er að vinna að nýtingu sunn-
lenzkra jarðefna svo sem vikurs,
gjalls, basalts o.fl. Fyrirtækið hefur
notið aðstoöar Iðntæknistofnunar
íslands svo og erlendra rannsókn-
arstofnana og réði á síðasta ári
þýsku fyrirtækin DKG Denzinger og
FGU Kronberg til að gera frum-
könnun á nýtingarmöguleikum,
iðnaðarframleiðslu og útflutningi
þessara efna.
I framhaldi af frumkönnuninni var
í sumar fyrir forgöngu Jarðefna-
iðnaðar h.f. stofnað rannsóknarfé-
lagið Jarðefnarannsóknir h.f. Hlut-
hafar þess eru auk Jarðefnaiðnað-
ar h.f. fjögur þýsk fyrirtæki.
Hlutafé Jarðefnarannsókna h.f.
er liðlega 88 milljónir króna, þar af á
Jarðefnaiðnaður h.f. 52% en hvert
hinna þýsku fyrirtækjanna 12% og
hefur íslenzki aðilinn 3 af 5 stjórn-
armönnum. Annað fjármagn sem
rannsóknarfélagið hefur til umráða
er styrkur þýzkra stjórnvalda, að
uþphæð um 95 milljónir króna á
núverandi gengi, svo og nokkurt
framlag íslenzkra stjórnvalda.
Kalda borðið
-kjörið í hádeginu
Kræsingar kalda borðsins i Blómasal eru lóngu víðkunn-
ar. Óteljandi tegundir af kjöt og sjávarréttum auk íslenskra
jrjóðarrétta. Tískusýningar i hádeginu á föstudögum.
Bjóðið viðskiptavinum og kunningjum i kræsingar kalda
borðsins.
Verið velkomin, Hótel l.oftleiðir.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
13