Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 12
STIKLAÐ A STORU... Tvö ný skip sambandsins Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur Skipadeild Sam- bandsins samið um kaup á tveimur flutningaskipum frá útgerðarfélag- inu Mercandia i Kaupmannahöfn. Eru þetta systurskip, sem smíðuð voru 1974 og 1975 hjá Fræderiks- havn Værft & Tördok A/S í Frederikshavn, og eru þau hvort um sig 3050 lestir að burðargetu. Áætlað er, að fyrra skipið,verði afhent deildinni nú í nóvember, en hið síðara í febrúar. Verða þau bæði afhent að lokinni lögskipaðri fjögurra ára flokkunarviðgerð. Lestarými skipanna er 134.250 rúmfet, lengd þeirra er 78,50 metr- ar, breidd 13,00 metrar og djúprista 5,74 metrar. Skipin eru smíðuð í samræmi við kröfur norska flokk- unarfélagsins Det Norske Veritas, þau eru búin 2000 hestafla Alpha dísilvélum, og ganghraði er um 13 sjómílur. Skipin eru hvort um sig með þremur Liebherr farmkrönum, með Becker-stýri og skiptiskrúfum. Skipin verða afhent meó gámafest- ingum á dekki, og einnig verða settir hlífðarlistar á hliðar beggja skipanna með hliðsjón af aðstæð- um í íslenzkum höfnum. Þessar breytingar er'u innifaldar í verði skipanna, en það er 16,8 milljónir danskra króna fyrir þau bæði. Peningalegur sparnaður Árið 1961 svaraði frjáls peninga- legur sparnaður til 11,6% af þjóð- arauði. Næstu ár fór hlutfallið vax- andi og náði hámarki 1966, 14,0%. Þá hófst samdráttartímabil sem stóð í þrjú ár, en næstu tvö árin jókst hlutfallið á ný og nam 11,6% á árinu 1971. Næstu 4 ár hrapaði hlutfallið niður í 8,2% árið 1975 en hefur staðiö í stað síðan. Þróun innlána í innlánsstofnunum hefur ráðið mestu um þessar sveiflur, en annar frjáls sparnaður, þ.e. spari- skírteini ríkissjóðs, happdrættis- skuldabréf og seðlar og mynt í um- ferð, svaraði til 2,1% af þjóðarauöi árið 1955, en lækkaði nokkuð næstu ár. Árið 1969 var hlutfallið 1,4% og hefur hækkað síðan og náði 2,1% árið 1977. Á árabilinu 1955-1977 var kerfis- bundinn sparnaður lægstur 7,7% af þjóðarauði, árið 1961, en hæstur 9,3% árið 1972. Síðan lækkaði hann og var 6,6% árið 1976 og svipaður árið 1977. Samvinnustarfsmenn innan stéttarfélaga Sú hugmynd kom fram á þingi Landssambands ísl. samvinnu- starfsmanna á síðasta ári, að sam- vinnustarfsmenn semdu beint við Vinnumálasamband samvinnufé- laganna um kaup og kjör. Nú í september efndi LÍS til sérstakrar ráðstefnu um þetta efni í Bifröst, og í framhaldi af því gerði sambands- stjórn LÍS sérstaka ályktun um þessi mál. í ályktun sambandsstjórnarinnar er þessi hugmynd talin mjög at- hyglisverð, en þó lýsir hún þeirri skoðun sinni, að samvinnustarfs- menn eigi ekki að kljúfa sig út úr stéttarfélögunum, og að þeir eigi að vinna að bættum kjörum sínum innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá ítrekaði stjórnin fyrri samþykktir L(S um stofnun sérstaks orlofsheimila- sjóðs innan samvinnuhreyfingar- innar og taldi það mjög óréttlátt, að samvinnufélögin haldi áfram að greiða í orlofsheimilasjóði stéttar- félaganna, á sama tíma og sam- vinnustarfsmenn hafi byggt og annist rekstur á tugum orlofshúsa um land allt, án nokkurs stuðnings frá stéttarfélögunum. Einnig taldi stjórnin, að ekki mætti dragast öllu lengur, að samvinnuhreyfingin stofnaði sérstakan fræðslusjóð, ekki sízt með tilliti til stóraukins námskeiðahalds á vegum Sam- vinnuskólans fyrir samvinnustarfs- menn. Mannvirkjajarðfræðifélag ísiands ( október stofnuðu nokkrir á- hugamenn um mannvirkjajarðfræði og jarðtækni með sér félag sem hlaut nafnið Mannvirkjajarðfræða- félag (slands. Stofnfélagar geta orðið allir þeir, sem starfa í mann- virkjajarðfræði, byggingaverkfræði og skyldum greinum, eða hafa áhuga á slíkum málum. Samkvæmt lögum félagsins er markmið þess m.a. að: a) Vekja athygli á nauðsyn jarð- fræðilegra athugana við mann- virkjagerð og koma á framfæri vit- neskju um þessar athuganir. b) Efla samskipti jarðfræðinga og verkfræöinga og annarra aðila sem starfa á líku sviði. c) Stuðla að söfnun og samræm- ingu upplýsinga um jarðfræöilegar aðstæður við mannvirkjagerð hér á landi. Góðar markaðshorfur á Vesl- urlöndum Á haustfundi ullariðnaðarins sem Útflutningsmiðstöð iðnaðarins gekkst fyrir var rætt um erfiðleika í þessari iðngrein á síðastliðnu ári, vegna samdráttar á sölu ullarvöru til Sovétríkjanna. Vonir standa til að auka þessa sölu, en í heild er nauðsynlegt að aðlaga iðnaðinn eftir þetta áfall aö breyttum mark- aðshorfum. V 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.