Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 62
hefði ekki verið til staðar, hefði ég ekki viljað hafa nein afskipti af málinu." Aðstoð við greinaskrif og ræðu- gerð Robert E. Levinson, aðstoðar- forstjóri hjá samsteypunni American Standard Inc. fékk leið- sögn í persónuuppbyggingu og kynningu árið 1961. Þá vann hann fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. Hann fékk AT-mann frá New York, Richard Conarroe að nafni, sér til aðstoðar við að skrifa grein um velgengni fyrirtækis síns, Steel- craft, til birtingar í tímaritinu Busi- ness Management. Eftir að þessi grein birtist vann Conarroe í tvö ár að samningu bókar með Levin- son. Eftir að bókin kom út var Levinson beðinn að skrifa greinar í sérrit um viðskiptamál, halda fyrir- lestra og rita blaðagreinar um stjórnun fjölskyldufyrirtækja og fleira þess háttar. Þær birtust í út- gáfum stjórnvalda og heimildarrit- um. ,,Eitt af markmiðum Steelcraft var aö vekja athygli á tilvist sinni með það fyrir augum að einhverjir sýndu áhuga á að kaupa upp fyr- irtækið", hefur Conarroe upplýst nýlega. Levinson hefur sagt, að í framhaldi af því umtali sem Steel- craft fékk og hann persónulega, hafi fjöldinn allur af fyrirtækjum látið í Ijós áhuga á að kaupa Steelcraft, sem sameinaðist American Standard árió 1969. En ritsmíðum og ræðuhöldum Levin- son linnti ekki. Greinar eftir hann birtust víða. ,,Þessi kynning hefur gert mér auðveldara fyrir í starfi. Nýlega flutti ég fyrirlestur um horfur í húsnæðismálum. Hann var gefinn út prentaður og sendur viðskipta- vinum okkar. Þetta er allt auglýs- ing", segir Levinson. Fyrirtækið borgar American Standard borgar reikningana vegna kynningar Levinson. Hann hefur lýst fyrir- komulaginu á þessa leið: ,,Ég hef ekki fengið Dick Conarroe til liðs við mig og sagt: ,,Komdu af stað kynningu á Bob Levinson." Hann hringir gjarnan og segir að þetta eða hitt tímaritið vilji fá grein um hitt eða þetta efnið og hann viti að ég hafi áhuga og skoðanir á málinu. Ég hef oft frumkvæðið sjálfur og skrifa þá hugmyndir niður á blað. Hann fer síðan yfir textann og lætur gefa hann út.“ Þær þúsundir dollara, sem bandarísk fyrirtæki eyða nú á mánuði hverjum til kynningar á forstöðumönnum sínum, eru yfir- leitt skrifaðar á auglýsingareikn- inginn. En öllum ábata af þessu starfi fylgja þó ákveðin vandamál. í fyrsta lagi verða forstöðumenn, sem vilja koma af stað kynningar- herferð í þágu fyrirtækis með sjálfa sig í aðalhlutverki, að sannfæra hluthafa og samstarfsmenn um að slíkt borgi sig. Það gætir oft vissrar tortryggni í garð fyrirtækja, sem leggja mjög mikið upp úr þess konar persónukynningum. Og alltaf er sú hætta fyrir hendi að bakslag komi í aðgerðir af þessu tagi. ,,Ef þetta misheppnast eru það slæmar fréttir", segir Levin- son. ,,Menn eyðileggja mikið fyrir sér ef þeir komast í sviðsljósiö og Stjórnunarfélag íslands Stjórnunarfélag íslands er félag áhugamanna sem vilja beita sér fyrir hagræðingu og bættum rekstri fyrirtækja og stofnana hér- lendis. í vetur býður félagið upp á 26 tegundir námskeiða um ýmsa þætti sem lúta að rekstri og stjórn fyrirtækja. Sendið meðfylgjandi eyðublað og fáið sendan 50 síðna upplýs- ingabækling um námskeið fé- lagsins. Stjórnunarfélag íslands Skipholti 37,105 Reykjavík Sími82930 Undirritaður óskar eftir að fá sendan upplýsingabækling um námskeiö Stjórnunarfélags Islands. Nafn................................. Heimili.............................. Starf................................ 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.