Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 62

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 62
hefði ekki verið til staðar, hefði ég ekki viljað hafa nein afskipti af málinu." Aðstoð við greinaskrif og ræðu- gerð Robert E. Levinson, aðstoðar- forstjóri hjá samsteypunni American Standard Inc. fékk leið- sögn í persónuuppbyggingu og kynningu árið 1961. Þá vann hann fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. Hann fékk AT-mann frá New York, Richard Conarroe að nafni, sér til aðstoðar við að skrifa grein um velgengni fyrirtækis síns, Steel- craft, til birtingar í tímaritinu Busi- ness Management. Eftir að þessi grein birtist vann Conarroe í tvö ár að samningu bókar með Levin- son. Eftir að bókin kom út var Levinson beðinn að skrifa greinar í sérrit um viðskiptamál, halda fyrir- lestra og rita blaðagreinar um stjórnun fjölskyldufyrirtækja og fleira þess háttar. Þær birtust í út- gáfum stjórnvalda og heimildarrit- um. ,,Eitt af markmiðum Steelcraft var aö vekja athygli á tilvist sinni með það fyrir augum að einhverjir sýndu áhuga á að kaupa upp fyr- irtækið", hefur Conarroe upplýst nýlega. Levinson hefur sagt, að í framhaldi af því umtali sem Steel- craft fékk og hann persónulega, hafi fjöldinn allur af fyrirtækjum látið í Ijós áhuga á að kaupa Steelcraft, sem sameinaðist American Standard árió 1969. En ritsmíðum og ræðuhöldum Levin- son linnti ekki. Greinar eftir hann birtust víða. ,,Þessi kynning hefur gert mér auðveldara fyrir í starfi. Nýlega flutti ég fyrirlestur um horfur í húsnæðismálum. Hann var gefinn út prentaður og sendur viðskipta- vinum okkar. Þetta er allt auglýs- ing", segir Levinson. Fyrirtækið borgar American Standard borgar reikningana vegna kynningar Levinson. Hann hefur lýst fyrir- komulaginu á þessa leið: ,,Ég hef ekki fengið Dick Conarroe til liðs við mig og sagt: ,,Komdu af stað kynningu á Bob Levinson." Hann hringir gjarnan og segir að þetta eða hitt tímaritið vilji fá grein um hitt eða þetta efnið og hann viti að ég hafi áhuga og skoðanir á málinu. Ég hef oft frumkvæðið sjálfur og skrifa þá hugmyndir niður á blað. Hann fer síðan yfir textann og lætur gefa hann út.“ Þær þúsundir dollara, sem bandarísk fyrirtæki eyða nú á mánuði hverjum til kynningar á forstöðumönnum sínum, eru yfir- leitt skrifaðar á auglýsingareikn- inginn. En öllum ábata af þessu starfi fylgja þó ákveðin vandamál. í fyrsta lagi verða forstöðumenn, sem vilja koma af stað kynningar- herferð í þágu fyrirtækis með sjálfa sig í aðalhlutverki, að sannfæra hluthafa og samstarfsmenn um að slíkt borgi sig. Það gætir oft vissrar tortryggni í garð fyrirtækja, sem leggja mjög mikið upp úr þess konar persónukynningum. Og alltaf er sú hætta fyrir hendi að bakslag komi í aðgerðir af þessu tagi. ,,Ef þetta misheppnast eru það slæmar fréttir", segir Levin- son. ,,Menn eyðileggja mikið fyrir sér ef þeir komast í sviðsljósiö og Stjórnunarfélag íslands Stjórnunarfélag íslands er félag áhugamanna sem vilja beita sér fyrir hagræðingu og bættum rekstri fyrirtækja og stofnana hér- lendis. í vetur býður félagið upp á 26 tegundir námskeiða um ýmsa þætti sem lúta að rekstri og stjórn fyrirtækja. Sendið meðfylgjandi eyðublað og fáið sendan 50 síðna upplýs- ingabækling um námskeið fé- lagsins. Stjórnunarfélag íslands Skipholti 37,105 Reykjavík Sími82930 Undirritaður óskar eftir að fá sendan upplýsingabækling um námskeiö Stjórnunarfélags Islands. Nafn................................. Heimili.............................. Starf................................ 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.