Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 8
Gísli Benediktsson, var nýlega ráöinn skrif- stofustjóri Iðnlánasjóðs. Tilgangur Iðnlána- sjóðs er að styðja iðnað íslendinga með hag- kvæmum stofnlánum m.a. til véla- og tækja- kaupa, til byggingar verksmiðju- og iðnaðar- húsa, til endurskipulagningar iðnfyrirtækja, til hagræðingar í iðnrekstri og til framkvæmda er auka hollustu og öryggi og bæta starfsumhverfi á vinnustöðum. Iðnlánasjóði er heimilt, ef sér- stakar ástæður mæla með að mati sjóðsstjórn- ar að lána iðnfyrirtækjum til fasteignakaupa. Gísli er fæddur í Reykjavík 16. apríl 1947. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967 og lauk prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands haustið 1971. Síðan réðist hann til Félags íslenzkra iðnrekenda sem skrif- stofustjóri, og starfaði þar þangað til í júní 1976, en þá varð hann útibússtjóri Iðnaðar- banka íslands í Breiðholti. Því starfi gegndi hann þar til hann varð skrifstofustjóri Iðnlána- sjóðs. Iðnlánasjóður er í vörzlu Iðnaðarbanka ís- lands og hefur húsnæði í aðalstöðvum hans. Starfsemi sjóðsins óx mjög fiskur um hrygg á síðasta ári og voru afgreidd lán þá að upphæð 1.329,6 milljónir kr. á móti 740,7 millj. kr. árið áður. Lánsbeiðnum og afgreiddum lánum fjölgaði einnig verulega. Á þessu ári hefur Iðn- lánasjóður til ráðstöfunar 1770 milljónir kr. Mikil eftirspurn er eftir lánum úr Iðnlánasjóði, að sögn Gísla, og hefur aðeins verið hægt að sinna um 30% eftirspurnar. Af ráðstöfunarfé sjóðsins, 1700 milljónum, er gert ráð fyrir, aó sögn Gísla, að að vélalán til iðnaðarins á þessu ári verði um 920 milljónir og byggingalán um 850 milljónir króna. áfangar Þórður Ólafsson, hefur verið ráðinn for- stöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans af bankastjórn Seðlabankans og tók hann við því starfi 1. nóvember s.l. Samkvæmt lögum um Seðlabanka íslands hefur bankaeftirlitið eftirlit með starfsemi allra innlánsstofnana í landinu þ. á. m. banka og sparisjóða. Þórður sagði, að bankaeftirlit Seðlabankans fylgdist með að þessar stofnanir fylgi þeim lög- um og reglum, sem gilda hverju sinni um starf- semi þeirra. Sé rekstur þessara stofnana í ein- hverju óheilbrigður eru gerðar athugasemdir til ráöherra. Bankaeftirlit Seðlabankans á að tryggja, að sparifjáreigendur, sem hafa lagt fé í innláns- sjóði þessara stofnana, fái sitt fé greitt í sam- ræmi við höfuöstól og vexti af því fé sem þeir lögðu inn. Innheimta á bindiskyldu banka og annarra innlánsstofnana er í höndum bankaeftirlitsins, og einnig söfnun upplýsinga um mánaðarlega stöðu innlánsstofnana, svo drepið sé á það helzta. Þórður Ólafsson er fæddur á Núpi í Dýrafirði 26. júlí 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1968 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands í janúar 1975. Frá því aö hann lauk lögfræðiprófi hefur hann starfað við bankaeftirlit Seðlabankans, síðustu tvö árin sem deildarstjóri. Bankaeftirliti Seðlabankans er því ætlaö að fara ofan í saumana á starfsemi banka, spari- sjóða og annarra innlánsstofnana á landinu s.s. innlánsdeilda samvinnufélaga og Söfnun- arsjóös Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.