Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Side 12

Frjáls verslun - 01.05.1979, Side 12
Osta- og smjörsalan flytur Aðalfundur Osta- og smjörsöl- unnar sf. var nýlega haldinn í Reykja- vík. I skýrslu stjórnarformanns, Erlendar Einarssonar forstjóra, kom m.a. fram, að nýbygging fyrir- tækisins að Bitruhálsi 2 varð fok- held um miðjan marz. Fyrsta skóflustungan þar var tekin 25. marz 1978, og um síðustu áramót hafði verið varið til byggingafram- kvæmdanna 275 millj. kr. Gert er ráð fyrir að taka hluta af bygging- unni í notkun nú í sumar, en aö húsið verði síðan að fullu frágengið um næstu áramót. Eignir Osta- og smjörsölunnar við Snorrabraut verða hins vegar seldar. í skýrslu sinni gaf Óskar H. Gunnarsson frkvstj. yfirlit um reksturinn á síðasta ári. Var heild- arveltan 8.100 millj.kr., reksturs- kostnaður ársins nam 3% af veltu, en sölukostnaður afurða um 2,2% af verðmæti. Árið 1978 voru framleiddar 1743 lestir af smjöri, sem var 78 lestum minna en 1977. Ostaframleiðslan varð 3582 lestir, sem var 827 lestum meira en 1977. Sala á smjöri varð 1512 lestir, sem var 246 lestum meira en árið á undan, og innan- landssala á ostum varð mjög svip- uð og árið á undan, eða um 1400 lestir, en fluttar voru út 2088 lestir. Meðalneyzla hér á landi af ostum varð á s.l. ári 6,4 kg á mann. Meðalsala á smjöri undanfarin ár hefur verið á bilinu 5,5-7,0 kg á mann, en hins vegar hefur sala á smjörlíki verið frá 13,0 kg og upp í um 14,5 kg á mann á ári. Söluaukning innflutningsdeildar Sambandsins Upplýsingar liggja nú fyrir um heildarsölu Innflutningsdeildar Sambandsins á árinu 1978. Varð hún 13.033 millj.kr. Árið 1977 varð salan hins vegar 8.272 millj.kr., svo að söluaukningin hefur orðið 58%. Veltuhæsta undirdeild Innflutn- ingsdeildar var Fóðurvörudeild, með 4.441 millj.kr. sölu, og jókst hún um 64% á árinu. Selt magn hjá deildinni varð þó svipað árin 1977 og 1978, en veltuhækkunin stafar af verulegum hækkunum á verði erlendis. Velta Birgðastöðvar var 3.968 millj.kr. og jókst sömuleiðis mjög mikið eða um 64%. Er það talin mjög ánægjuleg þróun, sem stafar af því að deildin fékk jafnara fjár- magn til vörukaupa á árinu en verið hafði árið þar á undan. Af þeim sökum gat hún því veitt kaupfélög- unum betri þjónustu en á næst- liðnum árum. Hjá öðrum deildum varð einnig söluaukning, en minnst var hún hjá Byggingavörudeild. Hjá henni jókst salan til kaupfélaganna aðeins um 20%, sem bendir til þess aó um magnminnkun hafi verið að ræða, sem aftur sé í tengslum við sam- drátt í húsabyggingum á liðnu ári. Iðntæknistofnun fslands Með lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 6. maí 1978 voru Iðnþró- unarstofnun íslands og Rannsókn- arstofnun iðnaóarins sameinaðar. Meginhlutverk hinnar nýju stofn- unar á að vera tækniþjónusta við iðnaðinn, nánar tiltekið: 1) fræðsla og þjálfun 2) ráðgjafarþjónusta 3) prófanir og 4) tilraunir, sbr. starf- semi „teknologiske institutter" í Danmörku og Noregi. Að auki er stofnuninni ætlað að stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenzkra auð- linda til iðnaðar og jafnframt að annast útgáfu íslenzkra staðla. Stjórn stofnunarinnar skipa til 2ja ára (frá 12. júní 1978): Bragi Hannesson bankastjóri, skipaður án tilnefningar Sigurður Kristinsson tilnefndur af Landssambandi iðnaðarmanna Guðjón Jónsson tilnefndur af Al- þýðusambandi l'slands Guðjón Sverrir Sigurðsson til- nefndur af Landssambandi iðn- verkafólks Sveinn Valfells tilnefndur af Félagi ísl. iðnrekenda. Starfslið er um 40 manns. Stofn- unin er til húsa á þremur stöðum: Skipholti 37, Keldnaholti og Vesturvör 27, Kópavogi. Núverandi húsnæði er um 1840 m . Fjárveiting á fjárlögum 1979 er um kr. 287 millj. Forstjóri er Sveinn Björnsson verk- fræðingur. Aðaldeildir eru fjórar: 1) Fræðslu- og upplýsingadeild 2)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.