Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 12
Osta- og smjörsalan flytur
Aðalfundur Osta- og smjörsöl-
unnar sf. var nýlega haldinn í Reykja-
vík. I skýrslu stjórnarformanns,
Erlendar Einarssonar forstjóra,
kom m.a. fram, að nýbygging fyrir-
tækisins að Bitruhálsi 2 varð fok-
held um miðjan marz. Fyrsta
skóflustungan þar var tekin 25.
marz 1978, og um síðustu áramót
hafði verið varið til byggingafram-
kvæmdanna 275 millj. kr. Gert er
ráð fyrir að taka hluta af bygging-
unni í notkun nú í sumar, en aö
húsið verði síðan að fullu frágengið
um næstu áramót. Eignir Osta- og
smjörsölunnar við Snorrabraut
verða hins vegar seldar.
í skýrslu sinni gaf Óskar H.
Gunnarsson frkvstj. yfirlit um
reksturinn á síðasta ári. Var heild-
arveltan 8.100 millj.kr., reksturs-
kostnaður ársins nam 3% af veltu,
en sölukostnaður afurða um 2,2%
af verðmæti.
Árið 1978 voru framleiddar 1743
lestir af smjöri, sem var 78 lestum
minna en 1977. Ostaframleiðslan
varð 3582 lestir, sem var 827 lestum
meira en 1977. Sala á smjöri varð
1512 lestir, sem var 246 lestum
meira en árið á undan, og innan-
landssala á ostum varð mjög svip-
uð og árið á undan, eða um 1400
lestir, en fluttar voru út 2088 lestir.
Meðalneyzla hér á landi af ostum
varð á s.l. ári 6,4 kg á mann.
Meðalsala á smjöri undanfarin ár
hefur verið á bilinu 5,5-7,0 kg á
mann, en hins vegar hefur sala á
smjörlíki verið frá 13,0 kg og upp í
um 14,5 kg á mann á ári.
Söluaukning innflutningsdeildar
Sambandsins
Upplýsingar liggja nú fyrir um
heildarsölu Innflutningsdeildar
Sambandsins á árinu 1978. Varð
hún 13.033 millj.kr. Árið 1977 varð
salan hins vegar 8.272 millj.kr., svo
að söluaukningin hefur orðið 58%.
Veltuhæsta undirdeild Innflutn-
ingsdeildar var Fóðurvörudeild,
með 4.441 millj.kr. sölu, og jókst
hún um 64% á árinu. Selt magn hjá
deildinni varð þó svipað árin 1977
og 1978, en veltuhækkunin stafar
af verulegum hækkunum á verði
erlendis.
Velta Birgðastöðvar var 3.968
millj.kr. og jókst sömuleiðis mjög
mikið eða um 64%. Er það talin
mjög ánægjuleg þróun, sem stafar
af því að deildin fékk jafnara fjár-
magn til vörukaupa á árinu en verið
hafði árið þar á undan. Af þeim
sökum gat hún því veitt kaupfélög-
unum betri þjónustu en á næst-
liðnum árum.
Hjá öðrum deildum varð einnig
söluaukning, en minnst var hún hjá
Byggingavörudeild. Hjá henni jókst
salan til kaupfélaganna aðeins um
20%, sem bendir til þess aó um
magnminnkun hafi verið að ræða,
sem aftur sé í tengslum við sam-
drátt í húsabyggingum á liðnu ári.
Iðntæknistofnun fslands
Með lögum, sem samþykkt voru á
Alþingi 6. maí 1978 voru Iðnþró-
unarstofnun íslands og Rannsókn-
arstofnun iðnaóarins sameinaðar.
Meginhlutverk hinnar nýju stofn-
unar á að vera tækniþjónusta við
iðnaðinn, nánar tiltekið: 1) fræðsla
og þjálfun 2) ráðgjafarþjónusta 3)
prófanir og 4) tilraunir, sbr. starf-
semi „teknologiske institutter" í
Danmörku og Noregi. Að auki er
stofnuninni ætlað að stuðla að
hagkvæmri nýtingu íslenzkra auð-
linda til iðnaðar og jafnframt að
annast útgáfu íslenzkra staðla.
Stjórn stofnunarinnar skipa til 2ja
ára (frá 12. júní 1978):
Bragi Hannesson bankastjóri,
skipaður án tilnefningar
Sigurður Kristinsson tilnefndur af
Landssambandi iðnaðarmanna
Guðjón Jónsson tilnefndur af Al-
þýðusambandi l'slands
Guðjón Sverrir Sigurðsson til-
nefndur af Landssambandi iðn-
verkafólks
Sveinn Valfells tilnefndur af Félagi
ísl. iðnrekenda.
Starfslið er um 40 manns. Stofn-
unin er til húsa á þremur stöðum:
Skipholti 37, Keldnaholti og
Vesturvör 27, Kópavogi. Núverandi
húsnæði er um 1840 m . Fjárveiting
á fjárlögum 1979 er um kr. 287 millj.
Forstjóri er Sveinn Björnsson verk-
fræðingur. Aðaldeildir eru fjórar: 1)
Fræðslu- og upplýsingadeild 2)