Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 15

Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 15
ordspor Flugleiðir standa nú í viðræðum við ný- stofnað flugfélag, sem mun fljúga á miíli Chile og Bandaríkjanna. Er hugsanlegt að Flugleiðir taki að sér bókunar- og farskrárþjónustu fyrir þetta félag og að tengslin þróist upp í að verða þau sömu og við Air Bahama. Þá er einnig verið að ræða um leiguflug í vetur fyrir aðila, sem flýgur á milli Bandaríkjanna og eyja í Karabiska hafinu. Flug til nýrra áfanga- staða er mjög á dagskrá hjá Flugleiðum. Þar er Cinncinatti í Ohiofylki í Banda- rikjunum efst á blaði. Þaðan hefur verið mikið um leiguflug til Evrópu en erfitt með áætlunarflug • Menn eru stöðugt að spá í það, hver verði ambassador íslands í Kaupmannahöfn síðar á þessu ári og taki við embœttinu af Agnari Kl. Jónssyni, sem nú lœtur af störfum í utanríkisþjónustunni fyrir ald- urssakir. / vetur bar nafn Magnúsar Torfa ólafssonar hátt i þessu sambandi. Gylfi Þ. Gíslason hefur líka verið talinn líklegur og síðast heyrðum við Einar Agústsson nefndan. Þá er því við að bœta, að nokkrir starfsmenn utanríkisráðu- neytisins með ambassadorstitil eru starf- andi hér í ráðuneytinu og koma að sjálf- sögðu til greina. Nýlega var auglýst til umsóknar starf forstöðumanns lista- og skemmtideildar sjónvarpsins. Þegar þetta er ritað er um- sækjendalistinn orðinn alllangur í munn- mælum. Við höfum fregnað að Hinrik Bjamason, framkvæmdastjóri Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, muni vera meðal þeirra, sem ætla að skila umsókn fyrir 1. júni og sé hann manna líklegastur til að verða fyrir valinu. Hinrik hefur numið sjónvarpsfræði, var fyrsti umsjónarmað- ur bamatíma sjónvarpsins, er forystu- maður í félagi kvikmyndagerðarmanna og hefur auk þess mikla reynzlu í stjóm- unarstörfum hjá Reykjavíkurborg. • Veltir hf. hefur náð geysigóðum árangri í sölu Volvo-bíla hér á landi og þykja bíl- arnir henta mjög vel íslenzkum aðstœð- um. Samkeppnisaðilar í bílaverzluninni líta nokkrum öfundaraugum til Veltis á stundum og hafa sinar skýringar á þessum góða árangri. Sumir tala um Volvo-eig- endur sem sértrúarsöfnuð. Einn bílainn- flytjandi var nýlega spurður um galdurinn við sölu Volvo hér á landi. Hann svaraði einfaldlega: „Lestu nafnið afturábak. “ • Mjög lítið framboð verður á lóðum til íbúðarhúsabygginga á þessu ári í Reykjavík. Hins vegar eru horfur á að mikill slagur geti orðið um nokkrar lóðir inni í borginni, sem skipulagsaðilar eru nú að gera ráð fyrir til þéttingar byggðar. Er Laugardalssvæðið þar með i myndinni og eins svæði innar við Suðurlands- brautina nálægt Skeiðarvogi. • Nú virðist nýtt tímabil vera að renna upp hjá Flugleiðum. Sigurður Helgason, sem nú er einn forstjóri hefur hafið skipulags- og mannabreytingar og mun hann sveifla öxinni víða. Öll ákvarðanataka stjórn- enda Flugleiða hefur fram til þessa verið seinvirk og tafsöm, en starfsmenn fyrir- tœkisins segja að nú dynjiyfir þá ákvarð- anaregn. Um þessar mundir standa yfir breytingar á SAAB umboðinu. Sveinn Bjömsson, sem stofnaði umboðið er nú að draga sig út úr því en við taka fyrrverandi eigin- kona hans og böm. Fyrirtækinu verður gefið nýtt nafn og mun það heita Töggur h.f. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.