Frjáls verslun - 01.05.1979, Qupperneq 28
tveimur PCS-11 skermtölvum.
Með þessum búnaði var hægt að
tölvutaka allt bókhald, birgðahald,
söluskráningu og pantanaeftirlit.
Innifalið í kaupverði var öll þjón-
usta í sambandi við uppsetningu
og prófun tækjanna, ráðgjöf og
kennsla í sambandi við meðferð
þeirra og alla tölvuvinnsluna sjálfa
og auk þess allur hugbúnaður,
þ.e. forrit sem þetta ákveðna fyrir-
tæki þurfti að fá. Þessi ,,pakki"
kostar nú (maí 1979) um 15 millj.
kr.
Fyrir þetta fyrirtæki þýðir þessi
fjárfesting nánast byltingu í vinnu-
brögðum, bæði hvað viðvíkur
daglegum rekstri, sölu og birgða-
og innkaupaskipulagi, og í stjórn-
un. Og Ólafur bætti því við, að
þetta fyrirtæki gæti hvenær sem er
aflað sér viðbótartækja frá Wang
sem gerði því kleift að taka upp
fullkomna framleiðslustýringu fyrir
framleiðsluþátt rekstursins.
,,Um það er engum blöðum að
fletta", sagði Ólafur að lokum, ,,að
tölvuvæðing er að hefjast fyrir al-
vöru í íslenzku athafnalífi. Tölvur
hafa lækkað svo í verði á undan-
förnum árum, samfara hraðvax-
andi samkeppni hér innanlands á
öllum sviðum, að tölvur eru nú þau
tæki sem skila mestum arði í fyrir-
tækjarekstri. Þá er einnig rétt að
benda á þá staðreynd, að nú er
farið aó kenna tölvutækni í skólum
hér á landi og ekki er ýkja langt
síðan að stjórnun var almennt
viðurkennd sem starfsgrein:
Hvorttveggja hefur haft mikil áhrif í
þá átt að leiða í Ijós þá staóreynd
að tölvur eru nú við bæjardyr
flestra stórra og meðalstórra fyrir-
tækja á íslandi, séu þær ekki þeg-
ar komnar innfyrir þröskuldinn".
Wang PCS-11. Vinnslustöð (Computer/terminal) er sam-
byggð tölva og útstöð með skermi. Tvöfait minidiskdrif 90 K og
minni 8 K. Með þessu tæki er hægt að gjörbylta vinnubrögðum
í smærri fyrirtækjum. Fyrsta bílasalan sem fær sér svona tæki,
sem kostar ekki meira en ódýr fólksbíll, verður án efa sölu-
hæst á stuttum tíma þar sem afköst sölumanna geta allt að því
tífaldast.
Við þessa tölvu má hvenær sem er tengja fjölbreytt úrval
jaðartækja auk þess sem hægt er að tengja hana um símalínu
við einhverja miðtölvu og auka þannig notagildið eftir þörfum.
Atvinnu-
rekendur —
Starfshópar
ViS bjóðum nú betri
þjónustu við
útsendingar á mat en
þekkst hefur áður
hér á landi.
•_______
Við skömmtum
matinn í einangraða
bakka, sem halda
matnum heitum
í að minnsta
kosti 2 klst.
•_______
Við þorum að
fullyrða, að þetta sé
heppilegasta
lausnin við útsend-
ingu á mat.
Matstofa
Miðfells hf.
Funahöfða 7 - Reykjavík
Símar: 31155 - 84939
28