Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 35
Frum hf., sameiginleg skrifstofa heiidverzlana f Sundaborg hefur Burroughs tölvu í þjónustu sinni.
Aco hfs Burroughs býður
töl vueiningakerfi
Aco hf annast sölu og þjón-
ustu á tölvum frá bandaríska
fyrirtækinu Burroughs, en það er
annar stærsti tölvuframleiðandi í
heimi. Hjá Aco hf starfa 8 manns
á skrifstofu fyrirtækisins að
Laugavegi 168. Þar af eru 4
kerfisfræðingar. Framkvæmda-
stjóri er Áki Jónsson skýrsluvéla-
fræðingur.
Aðaláherzlan er lögð á tölvur af
gerðinni Burroughs B 80, en það
eru nokkuð stórar smátölvur
(minicomputers). Þær eru sam-
byggðar í einum ramma, tölva,
prentari, diskdrif, skermur og
lyklaborö. Þessar tölvur eru fyrst
og fremst hannaðar til nota í við-
skiptum. Þær eru jafn hentugar
þeim fyrirtækjum sem eru að byrja
tölvunotkun eins og þeim sem eru
að stækka við sig og þurfa full-
komnari tölvubúnaö.
35 Burroughs tölvusamstæður í
gangi
Áki Jónsson sagði að innan
skamms væru um 40 Burroughs
tölvukerfi í notkun hérlendis. Flest
kerfin eru byggð á B 80 tölvunni en
hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík
væri mun stærri tölva. Stærsta B
80 samstæðan hefði nýlega verið
tekin í notkun hjá íslenzka Járn-
blendifélaginu á Grundartanga.
Hjá Endurskoðunarskrifstofu N.
Mancher hf í Reykjavík er bókhald
tölvuunnið á Burroughs. Bílanaust
hf notar B 80 fyrir bókhald og
lagerskráningu og Frum hf, en það
er fyrirtæki sem annast tölvu-
vinnslu fyrir heildverzlanirnar í
Sundaborg í Reykjavík, notar B 80
til að færa bókhald fyrirtækjanna
og annast alla birgðaskráningu.
Þar verða settir upp skermar fyrir
sölumenn, þannig aö þeir selja
með birgðaskrána á skerminum
eins og hún er í raun og veru þá
mínútuna. Fyrir vestan eru frysti-
hús með L 900, Norðurtanginn á
ísafirði, Frosti og í Bolungarvík.
Þar er bókhald unnið, launaút-
reikningur, fiskifélagsskýrslur og
lagerbókhald. Auk þess eru nokk-
ur framleiðslufyrirtæki með B 80
og nota hana bæði til bókhalds og
framleiðslustjórnunar. Bæði Héð-
inn hf í Reykjavík og Álafoss hf eru
með sérstakt verkbókhald í gangi.
Hjá Héðni er tölvan notuð til þess
að fylgjast með kostnaði á öllum
framleiðsluþrepum einstakra vara
auk þess sem tölvan er notuö í
sambandi við tilboðagerð.
Hjá N. Mancher hf er verið að
vinna að verkbókhaldskerfi fyrir
Málningu hf auk pantanaeftirlits.
Burroughs B 80 er með minnis-
rými 128 K. Aco hf hefur á boð-
stólum hugbúnað fyrir ýmsa notk-
un, t.d. grundvallarforrit fyrir fjár-
hags-, viðskiptamanna- og launa-
bókhald auk birgðahalds. Þessi
forrit voru unnin af sérfræðingum
N. Mancher hf og kerfisfræðing-
um.
Áki Jónsson sagði að það væri
forsenda þess að hægt væri að ná
árangri í sölu á tölvum að geta
35