Frjáls verslun - 01.05.1979, Qupperneq 39
inní tölvunni verða upplýsingar um
símtæki og bilanir. Þegar gera þarf
nýja símaskrá verður hún keyrð af
diskum inn á band sem síðan er
hægt að afhenda prentsmiðjunni
til setningar.
Mogginn í Digital tölvu
Morgunblaðið er meó tölvukerfi
frá Digital. Þaö er notaö við upp-
röðun efnis og skipulag blaðsins.
Þeir raða efninu upp á skermum
þar sem þeir hafa síðuna fyrir
framan sig. Komi einhver ný stór-
frétt inn á síðustu stundu er á
augabragði hægt að breyta t.d.
forsíöunni, þannig að efni færist
til. Tölvan getur geymt greinar í
dálkasetningu inni á diski og hve-
nær sem er má taka þær fram og
raða inn á síðu. Það er gert á
skerminum og tölvan jafnar á
sjálfvirkan hátt efninu niöur í dálka
og hefur samtímis yfirsýn yfir allar
síður blaðsins. Það gefur auga leið
að fyrir blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins eru þetta mun
þægilegri vinnubrögð auk þess
sem það gefur blaðinu meiri
möguleika til þess aö vera í mynd-
un fram á síðustu stundu, ef svo
má að orði komast.
Þessi tölva hjá Morgunblaöinu
er síðan tengd beint við offsetvél
þannig að blaðið er sett beint af
skerminum, án þess að pappírinn
sé þar milliliður. á þennan hátt er
vinnan einfölduð og gerð mun ör-
uggari.
Sparisjóðurinn í Keflavík
Þá má nefna að Sparisjóðurinn í
Keflavík er með nokkuð öfluga
tölvu frá Digital og hefur í hyggju
að nota þá vél bæði til að þjóna
sínum þörfum og sinna viðskipta-
aðila. Þannig gætu t.d. sveitarfé-
lögin, frystihús og önnur fyrirtæki
tengst þessu tölvukerfi spari-
sjóðsins um útstöð sem notar
símalínu.
Þarna er um það að ræða að í
einu byggðarlagi geta mörg fyrir-
tæki notað þjónustu sem er sam-
bærileg við það aö nota eigin
tölvu. Til þess aö tengjast þessu
tölvuneti sparisjóðsins þurfa fyrir-
tækin að leggja út í 2-3 millj. kr.
fjárfestingu, sem er ekki mikið fé
nútildags miðað við þá byltingu
sem slíkt hefur í för með sér fyrir
fyrirtækin. Sparisjóðurinn í Kefla-
vík hefur síðan kerfisfræðing á
sínum snærum, sem aðstoðar
fyrirtækin við gerð eða aðlögun
forrita. Hin hliðin á þessu máli er
aó sjálfsögðu sú, að vegna þess
hve tölvur eru orönar afkastamikl-
ar skapast möguleikar á því að
nýta þær mun betur með því móti
að bjóða öðrum aðgang að þeim
eins og Sparisjóðurinn í Keflavík
gerir. Fyrir bragðið er hann kom-
inn með fullkominn tölvubúnað
sem annar öllum þörfum spari-
sjóðsins, auk þess sem önnur
fyrirtæki geta nýtt tölvuna á hag-
kvæman hátt. Þessi tölvukerfi eru
þannig uppbyggð, að hver aðili,
sem notar þau um símatengda
útstöð, er meðhöndlaður eins og
sjálfstæð eining. Það er ekki hægt
fyrir einn aðila að komast inn í
verkefni annars eða nota geymdar
upplýsingar annarra. Þegar not-
aðar eru útstöðvar með minnis-
rými og vinnslugetu er nánast
enginn munur á því fyrir fyrirtæki
að vera tengd kjarnatölvu um
símalínu og hafa yfir eigin tölvu-
búnaði að ráða, nema að það fyrr-
nefnda er mun ódýrara og hag-
kvæmara í rekstri.“
Verzlunarbankinn
Auk annarra aðila sem Frosti
Bergsson nefndi þá notar
Verzlunarbankinn Digital tölvu.
Það er nokkuð stórt kerfi þar sem
unnin eru öll hefðbundin banka-
verkefni svo sem víxlar, spari-
sjóðsbækur, innheimtur o.fl. o.fl.
f tölvudeildinni hjá Skagfjörð.
Verzlunarbankinn er hinsvegar
með sína tékka í vinnslu hjá
Reiknistofnun bankanna.
Þá er Lífeyrissjóður verzlunar-
manna með Digital tölvubúnað.
Þar er unnið dæmigert bókhalds-
verkefni eftir forriti sem unnið var
af starfsmönnum Kristjáns Ö.
Skagfjörö eftir óskum Lífeyris-
sjóðsins, sem sjálfur skipulagði
forritið og er það nú talið vera eitt
fullkomnasta forritið fyrir lífeyris-
sjóð hér á landi.
Það var Pétur Blöndal fram-
kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins sem
stjórnaði því verkefni.
Framkvæmdasjóður — Fram-
kvæmdastofnun
,,Þetta eru orðin það mörg kerfi
sem við höfum sett upp, að það er
ómögulegt að telja þau öll upp",
segir Frosti. ,,Það má að lokum
nefna nokkuð öflugt Digital tölvu-
kerfi sem Framkvæmdasjóður ís-
lands á og rekur en það er einnig
notað af Byggðasjóði, Þjóðhags-
stofnun og öðrum deildum Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins. Þeir
nota tölvuna til þess að hafa yfirlit
yfir öll lán bæði innlend og erlend,
afborganaeftirlit og yfirleitt allt
sem svo stórar lánastofnanir þurfa
að hafa á reiðum höndum.
Að lokum vil ég benda á að viö
bjóðum fjölbreytt úrval staðlaðra
forrita með okkar tölvum auk þess
sem við höfum skipulagt þjón-
ustukerfi uppá að bjóða."
39