Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Síða 41

Frjáls verslun - 01.05.1979, Síða 41
Skrifstofutækni hf. : Otivetti - tölvur - D TSgreiðslureiknar Hjá Skrifstofutækni hf. hittum vió aö máli þá Stefán Ingólfsson framkvæmdastjóra og Svein Á. Lúðvíksson, sölustjóra. Skrifstofu- tækni hefur selt tölvur og tölvu- búnað í nokkur ár. Þekktasta merkið er án efa Olivetti og hafa þeir boðið mjög athyglisverða smátölvu hérlendis sem kallast P6060. Olivetti framleiðir einnig mun stærri og afkastameiri tölvur svo sem A5, A6, A7 og TC800 og eru nú um 91 þúsund slíkar tölvur í notkun í heiminum, en t.d. TC800 er útstöð eða ,,terminal“ með mjög fullkomna sjálfstæða vinnslumöguleika. Nokkrar tölvur af gerðinni P6060 eru þegar í notkun hér- lendis. T.d. er Hitaveita Reykjavík- ur með eina slíka og notar hana til útskrifta á hitaveitureikningum í Hafnarfirði og Garðabæ. Álestrar eru færðir inn jafnóðum úr af- lestrarbókum. Sveinn Á. Lúðvíks- son sagði að þaö munaði miklu fyrir Hitaveituna að hægt er að skrá aflestra jafnóðum inn á P6060 en ekki þyrfti að bíða eftir að allur aflestur sé kominn úr hverfunum. Fyrir bragðið yrði innheimta Hita- veitunnar mun virkari. Prentari P6060 skrifar út hitaveitureikning- ana. Á Reyðarfirði er P6060 notuð af GSR, en það er útgerðarfyrirtæki með margt manna á launum. Þar er tölvan notuö við bókhald og launaútreikning. Einn af kostum P6060 kemur að góðum notum í launabókhaldi hjá útgerðarfyrir- tækjum. Hann er sá að tölvan get- ur hvenær sem er tekið við skrán- ingu t.d. á fyrirframgreiðslu launa, jafnvel þótt hún sé í allt öðru verk- efni þá stundina. Þannig er hægt að framkvæma fjölmörg mismun- andi atriði eftir þörfum í stað þess aö þurfa aö bíða eftir því að tölvan Ijúki við það verkefni sem hún er að vinna á hverjum tíma. Bókhald og verkfræði Stefán Ingólfsson sagði að Oli- vetti P6060 væri fyrst og fremst hönnuð með það fyrir augum að geta jöfnum höndum framkvæmt öll þau tölvuverkefni sem fyrirtæki Innskriftarborð P 6060 tölvunnar af meðalstærð þyrftu á að halda. P6060 væri alhliða tölva (General Purpose) og væri þannig í einu tæki tölva, diskadrif, prentari og grafriti (plotter). Þá væri einnig hægt að fá fjölbreytt úrval jaðar- tækja meö tölvunni þannig að hægt væri að ,,klæðskerasauma“ tölvukerfi fyrir mjög mismunandi þarfir, og það á mjög ódýran hátt. Vegna þess að forritin eru á ,,Extended BASIC“ máli, er mjög auðvelt að breyta og aðlaga forrit að mismunandi þörfum, notandinn gæti framkvæmt það sjálfur með því aö ráöfæra sig við tölvuna, en hún er þannig forrituð að hún leiðir notandann stig af stigi áfram þar til forritið er nothæft. Stefán sagöi einnig að Skrif- stofutækni hefði lagt á það áherzlu að bjóða þann hugbúnað með tölvunum sem nauðsynlegur væri til þess aö notandinn geti nýtt tölvuna á sem hagkvæmastan hátt. Þeir væru með stöðluð forrit fyrir bókhald og launaútreikning og verið væri að vinna að forriti fyrir tollútreikninga. Þá mætti einnig geta þess að Olivetti býður mjög fjölbreyttan hugbúnað til nota við tæknileg verkefni og þyrfti yfirleitt lítið sem ekkert að breyta honum til þess að hann kæmi t.d. verkfræðistofum að fullum notum. DTS-greiðslureiknar — hraðvaxandisala Sveinn Á. Lúðvíksson sagði aö verzlunarfyrirtækin í landinu hefðu verið fljót að taka við sér þegar þeim stóðu til boða DTS-greiðslu- reiknar. Fyrst framan af hefði fólk gjarnan ruglað þessum tækjum saman við rafeindabúðarkassa, en það eina sem tækin hafa sameig- inlega er peningaskúffa. Greiðslureiknarnir eru fram- leiddir af bandaríska fyrirtækinu Data Terminal Systems, eða DTS. Þeir hafa náð gífurlegri útbreiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu á síö- ustu 3—4 árum og hafa valdið byltingu að því leyti að vinnuað- staða afgreiðslufólks í stærri kjör- búðum hefur gjörbreytzt til hins betra. Á síðasta einu og hálfu ári hefur Skrifstofutækni selt og séð um uppsetningu á yfir 150 greiðslureiknum. Stærsti kaup- andinn hingað til er Hagkaup í Reykjavík. Sveinn sagði að það væri eng- um blöðum um það að fletta að kaupmenn sem hefðu keypt greiðslureikna stæöu betur að vígi 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.