Frjáls verslun - 01.05.1979, Side 43
IBM-tölvusamstæðurnar, sem Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur-
borgar nota.
IBM
„ Viöskiptavinirnir eru
okkar beztu sölumenn„
IBM starfar nú í nýjum húsa-
kynnum að Skaftahlíð 24. Upp-
haflega var Ottó A. Michelsen
umboðsaðili IBM hérlendis en ár-
ið 1967 var stofnað útibú IBM á
íslandi, IBM World Trade Corpor-
ation og er Ottó A. Michelsen for-
stjóri þess fyrirtækis. Þetta fyrir-
tæki annast þjónustu IBM á tölvu-
sviðinu en Skrifstofuvélar hf. sjá
hins vegar um sölu og þjónustu á
öðrum skrifstofubúnaði frá IBM.
Frjáls verzlun leitaði til Gunnars
M. Hanssonar, deildarstjóra sölu-
deildar IBM, og bað hann að gera
lesendum grein fyrir því helzta sem
væri á döfinni hjá IBM. ,,Það er
stundum rætt um það að íslenzki
markaðurinn sé svo lítill og að það
valdi því hve langan tíma tekur að
taka upp ný vinnubrögð í atvinnu-
lífinu hér á landi," sagði Gunnar
M. Hansson. ,,Ég er þeirrar skoð-
unar að íslenzki töluvmarkaðurinn
sé óplægður, ef þannig má að orði
komast, og að þörfin fyrir tölvu-
væðingu sé ef til vill meiri hér á
landi en víða annars staðar. Ég sé
notkunarmöguleika fyrir tölvu
næstum því á hverju götuhorni og
á þá ekki við að með tölvunum sé
verið að skapa þörfina eins og
einhver kynni að halda. Þvert á
móti, er þörfin fyrir hendi. Tölvur
gætu auðveldað fólki störfin á
fjölmörgum sviðum sem enn hefur
ekki verið farið inná. Tölvan, eða
tölvutæknin getur hjálpað fólki að
leysa af hendi störf á auðveldari og
hagkvæmari hátt, — hún kemur
hinsvegar aldrei í staðinn fyrir
fólk.“
IBM System/32 —
vinsælasta tölvan
Gunnar sagðist ekki hafa á
hraðbergi tölur um fjölda tölvu-
kerfa í notkun hérlendis en taldi
þau vera á bilinu 60—80. Flest
tölvukerfin byggjast á System/32,
sem er ,,mini“ tölva á stærð við
skrifborð, tölva, skermur, prentari,
seguldiskur og diskettur. Næsta
stig þar fyrir ofan væri System/34,
en við þá tölvu má tengja auka-
skerma og annan jaðarbúnað
þannig að hægt er að nota við
hana útstöðvar, jafnvel tengdar
um símalínu. System/34 er af-
kastamikill búnaður, t.d. notar
Rekstrartækni sf. System/34 til
tölvuvinnslu fyrir um 200 fyrirtæki.
Eftir því sem þörfin vex verður
System/38 eðlilegt framhald á eftir
System/34. Gunnar M. Hansson
sagði að auk þessara tölvukerfa
þá væru stærstu tölvurnar í land-
inu af gerðinni IBM 370. Slík
tölvukerfi eru notuð af Skýrsluvél-
um ríkisins, Reiknistofnun bank-
anna, Sambandinu og Flugleiðum.
Hugbúnaðurinn er
aðalatriðið
F.V.: — Ef ég ætla að fara út í
43