Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 43

Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 43
IBM-tölvusamstæðurnar, sem Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar nota. IBM „ Viöskiptavinirnir eru okkar beztu sölumenn„ IBM starfar nú í nýjum húsa- kynnum að Skaftahlíð 24. Upp- haflega var Ottó A. Michelsen umboðsaðili IBM hérlendis en ár- ið 1967 var stofnað útibú IBM á íslandi, IBM World Trade Corpor- ation og er Ottó A. Michelsen for- stjóri þess fyrirtækis. Þetta fyrir- tæki annast þjónustu IBM á tölvu- sviðinu en Skrifstofuvélar hf. sjá hins vegar um sölu og þjónustu á öðrum skrifstofubúnaði frá IBM. Frjáls verzlun leitaði til Gunnars M. Hanssonar, deildarstjóra sölu- deildar IBM, og bað hann að gera lesendum grein fyrir því helzta sem væri á döfinni hjá IBM. ,,Það er stundum rætt um það að íslenzki markaðurinn sé svo lítill og að það valdi því hve langan tíma tekur að taka upp ný vinnubrögð í atvinnu- lífinu hér á landi," sagði Gunnar M. Hansson. ,,Ég er þeirrar skoð- unar að íslenzki töluvmarkaðurinn sé óplægður, ef þannig má að orði komast, og að þörfin fyrir tölvu- væðingu sé ef til vill meiri hér á landi en víða annars staðar. Ég sé notkunarmöguleika fyrir tölvu næstum því á hverju götuhorni og á þá ekki við að með tölvunum sé verið að skapa þörfina eins og einhver kynni að halda. Þvert á móti, er þörfin fyrir hendi. Tölvur gætu auðveldað fólki störfin á fjölmörgum sviðum sem enn hefur ekki verið farið inná. Tölvan, eða tölvutæknin getur hjálpað fólki að leysa af hendi störf á auðveldari og hagkvæmari hátt, — hún kemur hinsvegar aldrei í staðinn fyrir fólk.“ IBM System/32 — vinsælasta tölvan Gunnar sagðist ekki hafa á hraðbergi tölur um fjölda tölvu- kerfa í notkun hérlendis en taldi þau vera á bilinu 60—80. Flest tölvukerfin byggjast á System/32, sem er ,,mini“ tölva á stærð við skrifborð, tölva, skermur, prentari, seguldiskur og diskettur. Næsta stig þar fyrir ofan væri System/34, en við þá tölvu má tengja auka- skerma og annan jaðarbúnað þannig að hægt er að nota við hana útstöðvar, jafnvel tengdar um símalínu. System/34 er af- kastamikill búnaður, t.d. notar Rekstrartækni sf. System/34 til tölvuvinnslu fyrir um 200 fyrirtæki. Eftir því sem þörfin vex verður System/38 eðlilegt framhald á eftir System/34. Gunnar M. Hansson sagði að auk þessara tölvukerfa þá væru stærstu tölvurnar í land- inu af gerðinni IBM 370. Slík tölvukerfi eru notuð af Skýrsluvél- um ríkisins, Reiknistofnun bank- anna, Sambandinu og Flugleiðum. Hugbúnaðurinn er aðalatriðið F.V.: — Ef ég ætla að fara út í 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.