Frjáls verslun - 01.05.1979, Qupperneq 48
Bella Center á Amager í Kaupmannahöfn er stœrsta og
nýtízkulegasta sýningarhöU á Norðuriöndum og hin eina
sinruir tegundar, þar sem kaupstefnur, ráðstefnur, fitndir og
vörusýningar eru haldnar undir einu og sama þaki. Þetta
glœsiiega mannvirki er um 85000 fermetrar og er þannig
fyrir komið, að góðir möguleikar eru til útvlkkunar.
GrundvaUarhugmyndin var að skapa aðstöðu til fjölbreyti-
kgrar nýtingar, svo að halda mœttí samtímis ráðstefnur og
eina eða fleiri vörusýningar.
Stálvirki og stórir glerfletir eru
mest áberandi efniviðir í hinum
stórbrotnu byggingum Bella
Center og í fljótu bragði myndu
flestir kalla þær glerhöll. í pöntun
á byggingarefninu var beðið um
11 km af stálrörum og 7 km af
prófílum. Á þakinu eru 13000 fer-
metrar af gleri.
í júlímánuði í fyrra var fjögurra
hæða viðbygging vió Bella Center
tekin í notkun, alls um 5300 fer-
metrar, en þar eiga að vera fasta-
sýningar á gull- og silfurmunum og
rafeindatækjum ásamt skrifstofum
fyrir erlenda viðskiptafulltrúa og
verzlun á jarðhæð. Þessi nýja
bygging hefur verið nefnd Intern-
ational House.
ísland með
Norrænn stórmarkaöur fyrir
tízkuvörur og húsgögn,
Scandinavian Trade Mart, hefur
verið starfræktur í Bella Center
síðan í janúar 1976. Þarna hafa
framleiðendur á Norðurlöndum
sameiginlega tækifæri til að kynna
og selja fatnað, húsgögn, tæki til
lýsingar og áklæði á einum mark-
aði. Um 300 framleiðendur taka
ad
þátt í þessu starfi, sem styrkir
stöðu þeirra í útflutningsverzlun-
inni. I'sland hefur verið aðili að
þessu samstarfi síðan árið 1977 og
er Ólafur Haraldsson starfsmaður
Sambandsins þar, en hann vann
áður hjá Útflutningsmiðstöð iðn-
aðarins.
Oröið ,,Mart" er leitt af enska
orðinu ,,market“ og táknar stað,
þar sem fyrirtæki tryggja sér mörg
saman fasta aóstöðu fyrir sölu-
starfsemi sína og má rekja upphaf
þessa fyrirkomulags til Bandaríkj-
anna á 3. áratug þessarar aldar.
Með þessum verzlunarháttum
verður fjarlægðin milli seljenda og
kaupenda minni og sölukostnaður
lækkar. Áður varð kaupandinn líka
að ferðast vikum saman frá einni
verksmiðju til annarrar, frá Hel-
Bella Center
— eðlilegur áfangi á leið
48