Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 54
„Sermeq Vodka eða Greenland Vodka — yodkað,
sem kom inn úr kuldanum. Vodkað, sem fær tandur-
hreint bragðið djúpt undan Grænlandsjökli."
Þannig hljóðaði kynning á nýrri áfengistegund,
sem kom á markaðinn í Danmörku fyrir örfáum árum
og fjallað var lítillega um í ritinu Danish Review, sem
segir frá ýmsum nýjum útflutningsvörum dönskum.
Við lásum þá grein á sínum tíma hér á Frjálsri verzlun
og hugsuðum: ,,Þeir eru bjartsýnir þessir."
Það gat engan veginn verið auðhlaupið að því að
vinna markað fyrir nýja danska vodkategund, þar sem
heimsfræg rússnesk, amerísk eða pólsk merki hafa
verið ríkjandi. Að vísu datt okkur helzt í hug, að ein-
hverjir sérvitringar kynnu aö hafa gaman af þessu,
menn sem væru forframaðir í vínmenningunni og
söfnuðu nýjum tegundum. Hvað sem þessum hug-
renningum okkar leið birtist Greenland Vodka svo
einn góðan veðurdag í Fríhöfninni á Keflavíkurflug-
velli og í útsölum Áfengisverzlunar ríkisins. Það var
greinilega búið að brjóta ísinn fyrir þetta ískalda
vodka úr Grænlandsjökli og það jafnvel þúiö að ná
fótfestu hér á landinu kalda.
Vatn og hvönn frá Grænlandi
Svo gerðist það í vor, að við vorum enn að fletta
hinu merka riti Danish Review og sáum þá að fram-
leiðandi Greenland Vodka var farinn að selja Kvan--
ákavíti, sem við töldum af alkunnri getspeki að myndi
örugglega sverja sig eitthvað í ætt við okkar
hvannarrótarbrennivín. Og það kom líka á daginn,
þegar við kynntum okkur betur útlistanir framleið-
andans á aðferðunum, sem notaðar eru við blöndun
þessa drykkjar. Þar er þess getið, að Eiríkur rauði hafi
flutt með sér hvönn af íslandi til Grænlands og ræktað
hana þar enda hafi jurtin verið eitt helzta meðalið
gegn algengum sjúkdómum þeirra tíma, einkanlega
skyrbjúg.
Nú er hvönnin flutt frá Eiríksfirði til Danmerkur, þar
sem alkóhólið dregur úr henni bragðgjafa, síðan er
því blandað saman við kristaltært vatnið úr ísbreið-
unni inn af Narssarssuaq við Eiríksfjörð.
Það er vínfyrirtækið danska, Golf Wine & Sþirit í
Skovlunde fyrir utan Kaupmannahöfn, sem á þennan
hátt hefur kynnt nýjar markaðsvörur sínar. Með því að
höfða til ferskleikans og hreinleikans, sem þannig er
tengdur óspilltri náttúru Grænlands og ísvatninu,
hefur náðst undraverður árangur í sölu á þessum nýju
áfengismerkjum, þrátt fyrir gífurlega samkeppni, sem
fyrir var á þessum markaði. Og ef einhver skyldi
halda, að vatnsflutningar frá Grænlandi væru einhver
blekking, gerð í auglýsingaskyni, þá er það víðs fjarri.
í stöðvum Golf Wine & Spirit sáum við stóra tanka,
sem notaðir eru til þessara flutninga með skiþum
Grænlandsverzlunarinnar og reikningar yfir þessi
viðskipti sýna, að í fyrra borgaði fyrirtækió 100 þús.
d.kr. fyrir flutninginn á um 100 þús. lítrum af bráðnum
jöklum Grænlands til Kaupmannahafnar.
Þeir Dines Dreyer forstjóri Golf Wine & Spirit og
Olav Jensen, sölustjóri, greindu okkur svo frá, að
notkun grænlenzka vatnsins gerði gæfumuninn hvað
ferskleika framleiðslunnar áhrærði, en vatnið í
vodkað og ákavítið er blandað vínanda áður en það er
F/ytja vatn
Danska vín
fyrirtækið
Golf Wine
& Spirit
hefur náð
góðum
árangri
í sölu
Sermeq-
vodka,
kenndu við
Grænland
og ákavíti
með
bragðbæti
úr
grænlenzkri
hvönn.
flutt frá Grænlandi til að það fúlni ekki á leiðinni.
Stönglar og blöð hvannarinnar eru flutt í kæliskipum
til Danmerkur.
Mikill markaður í fríhafnar-
verzlunum
Aðalmarkaður fyrir vodka og ákavíti frá Golf Wine &
Spirit er á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Vodkað er
líka selt til Bandaríkjanna og á alþjóölegan markað
52