Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 55
undan Grænlandsjökli til
vodka framleiðslu
í Kaupmannnahöfn
eins og í fríhafnarverzlanir flugvalla og um borð í
ferjur, sem í siglingum eru milli landa. Á heimamark-
aði hefur hvannarrótarákavítið notið dálítillar sér-
stöðu. Þaö er um 40% að styrkleika og bragðast ekki
ósvipað vodka, að minnsta kosti miklu nær því en
íslenzkt hvannarrótarbrennivín til dæmis. Menn munu
því gjarnan kaupa það í stað vodka. Vegna verðlagn-
ingarákvæða, sem gilda í Danmörku er ákavíti verð-
sett lægra en aðrar sterkar víntegundir, og hefur þetta
orðið til að styrkja stöðu grænlenzka hvannarrótar-
ákavítisins í Danmörku. Þriggja pela flaska af því
kostar um 75 d.kr. en til samanburðar má geta þess
að vodkaflaskan kostar 120 kr.
& SPIRITCa»S
vjcn Dorawk
Framleiða eigið kirsuberjavín Grænlands- kokteilar
Bræðurnir Dines og Peter Dreyer eru eigendur Golf
Wine & Spirit. Þeir eiga einnig vínfirmað George
Bestle, sem rekur sögu sína aftur til ársins 1730 og var
um langt skeið eitt virtasta vínhús í Kaupmannahöfn.
Undir merki þess er nú t.d. framleitt danskt kirsu-
berjaVín, Hazel. Það er unnið úr berjum, sem ræktuð
eru á búgarði fyrirtækisins, Hesselbjerggárd, á
vesturströnd Sjálands. Á búgarðinum er einnig
stunduó mikil svínarækt í mjög tæknivæddri og há-
þróaðri ræktunarstöð, sem einnig er í eigu þeirra
Dreyerbræðranna. Hún er talin ein hin fullkomnasta á
sínu sviði í Danmörku og er þá langt til jafnað.
Og hér fara svo nokkrar upp-
skriftir að kokkteilum, þar sem
Sermeq Vodka og Kvan Aquavit
eru notuð sem undirstaöa:
ísbjörninn
2/6 Greenland Kvan-ákavíti í
kokkteilglasi með muldum ís.
2/6 Þurr Dubonnet
1 /6 Ljós, sætur Vermouth
1 /6 Sandeman White Port
Hrærist. Kokkteilber til skrauts.
Þriðja vínfirmað, sem þeir bræðurnir reka, er svo
United Wine Import. Annast það innflutning og dreif-
ingu á margs konar erlendum víntegundum. Hefur
mikil aukning oröið á innflutningi og sölu léttra vína í
Danmörku á síðustu árum en að sama skapi hefur
dregið hlutfallslega úr bjórneyzlu síðustu fjögur árin.
Norðurljós
1 hluti Greenland Sermeq Vodka í
háu glasi með ís.
1 hluti Lime
1 hluti blár Curacao.
Fyllist með Bitter Lemon. Hrærist.
53