Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Síða 80

Frjáls verslun - 01.05.1979, Síða 80
Höfn rósanna, fornar minjar, sól og sjór Ferðaskrifstofan Út- sýn hefur margt að bjóða í sumar. Ferðaskrifstofan Útsýn býður upp á eins og undanfarin sumur, mjög fjölbreytta sumaráætlun 25. árið í röð. Oftast hefur Útsýn farið með tarþega sína til Spánar, en þetta er 21. sumarið, sem Útsýn skipuleggur ferðir þangað. Það nýjasta í sumaráætlun Útsýnar er hins vegar ferð til landsins helga, ísrael. Undanfarin ár hafa einnig verið skipulagðar ferðir til ítalíu, Júgóslavíu og Grikklands. Þar að auki eru skipulagðar ferðir til Parísar í sumar, og ferðir til Norðurlandanna, London og Glasgow. Á síöasta ári var notuö DC-8 þota, 249 sæta farkostur, til flutn- inga á farþegum ferðaskrifstof- unnar Útsýn til sólarlandanna viö Miðjaröarhafið. Með loftbrúnni til sólarlandanna hefur Útsýn þannig getaö boöið lækkuö fargjöld, aö sögn Arnar Steinsen hjá ferða- skrifstofunni Útsýn. Júgóslavía, háþróað ferðamanna- land. Nú þriöja árið í röð býöur ferða- skrifstofan Útsýn feröir til Júgó- slavíu meö beinu flugi, en Júgó- slavía hefur átt mjög vaxandi vin- sældum að fagna sem sumarleyf- isstaður, og er orðið háþróað ferðamannaland. Örn sagði, að Júgóslavía væri ódýrt land, þar væru góð hótel og ódýr matur. Hann sagði einnig, að engin ástæða væri fyrir ferðamenn að óttast jarðhræringar á þessum staö, en þeir jarðskjálftar, sem valdið hafa svo miklum usla eru _ Frá Grikklandi. 72 órafjarri þeim stað sem dvalist er á. Um tvo staði er að velja, ef dveljast á í Júgóslavíu. Portoroz og Porec. Á vesturströnd Istria skagans við Piran flóann, sem liggur inn úr Adríahafinu er Por- toroz, höfn rósanna, en það er frægur heilsubaðstaður. Þar eru nýtísku hótel og veitingahús. Kring um bæinn eru hæöir skógi vaxnar og vínekrur og fyrir neðan breið sandströndin. Porec er lítil borg um 50 km sunnan við Portoroz á vestur- strönd Istria skagans, en í ná- grenni borgarinnar hefur á s.l. ár- um risið miðstöð íþrótta og útilífs, þar eru góðar baðstrendur og hótel og skemmtanalíf er þar mik- ið. Grikkland með fornar minjar, sól og sjó. Gestur í Grikklandi á margra kosta völ, segir í ferðabæklingi Útsýnar. Þetta er annað sumarið, sem Útsýn býður feröir til Grikk- lands með beinu flugi. Dvalist er í baðstrandarbænum Vouliagmeni, skammt fyrir utan Aþenu. Meðan á dvölinni stendur er farið til Aþenu, og hinar fornu söguminjar borgar- innar, sem svo mikill Ijómi stendur af, skoöaöar, þ.á m. Akropolis hæö og hofin þar, Dionysosar leikhúsið, Agora svæðið og margt fleira. Örn sagði, að aðalfararstjóri Út- sýnar í Grikklandi, Sigurður A. Magnússon, sem mjög er kunn- ugur sögu Grikkja í fortíð og nútíð, færi með ferðamennina á þær helstu slóðir sem gaman væri að koma á, t.d. til Delfi, Korintu og Epidaurus, og fræddi þá um þjóölíf og menningu. Spánn og ítalía. Svo sem undanfarin ár er farið til Costa del Sol og Costa Brava á Spáni, og verða farnar þangað tveggja og þriggja vikna ferðir í allt sumar. Einnig verður farið í fjöl- margar ferðir til Lignano, gullnu strandarinnar á ítalíu. Útsýn býður einnig upp á siglingu um austan- vert Miðjarðarhafið og er m.a. kómið til Feneyja, en þar hefst ferðin, Aþenu, Istanbul, Dubrovnik í Júgóslavíu og ýmissa annarra staöa. Loks má geta þess, að ferða- skrifstofan Útsýn hefur í fjölda ára haft umboð fyrir dönsku ferða- skrifstofuna Tjæreborg og býður m.a. upp á ferð um Rínar- og Moseldali í sumar, en ekið er í langferðabílum frá Kaupmanna- höfn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.