Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 89

Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 89
Benidorm er byggður upp sem ferðamannabær Benidorm er byggöur upp sem ferðamannabær, aö sögn þeirra hjá Ferðamiðstöðinni. Þar er t.d. engin mengun við strendur og bærinn er mjög hreinlegur. Margt er hægt að gera sér til afþreyingar annað en að liggja í sólbaði. Þar er sjóskíðatogbraut, unnt er að leigja sér bát, í bænum er tivolí, eða skemmtigarður fyrir börn og go-cart bílabraut. Þar eru einnig nætur- klúbbar og diskótek. Boðið upp á ýmsar skoðunarferðir. Fararstjórar Ferðamiðstöðvarinnar efna til ýmissa skoðunarferða þ. á m. til fjallaþorpsins Guadalest, sem er sérkennilegt Máraþorp, farið í safari ferð, en þar er fjöldi dýra, Ijón, tígrisdýr, fílar, sebrahestar og mörg önnur dýr. Sömuleiðis eru skoðaðir Canalobre dropasteinshellarnir, en þeir eru hæstu dropasteins- hellar í heimi á annað hundrað metrar á hæð þar sem hæst er. Á tímum borgarastyrjaldarinnar á Spáni voru þarna flugvélaverksmiðjur. Einnig er efnt til skoðunarferða til Valencia, efnt til grísaveislu fylgst með burtreiðum eins og þær tíðk- uðust á miðöldum, og efnt til næturklúbbaferða. Ferðamiðstöðin bendir farþegum sínum einnig á bílaleigur, en hægt er að fá leigðar margar gerðir af bílum til lengri eða skemmri tíma, sömuleiðis reiðhjól eða vespu ef fólk hefur áhuga á því. Einnig lögð áhersla á ferðir tii London og Miami. Ferðamiðstöðin hefur einnig lagt áherslu á ferðir til London, en á síðasta ári skipulagði hún fjórar ferðir þangað með leiguflugi. Var fararstjóri með í ferðinni, og skipulagði hann skoðunar- og skemmtiferðir fyrir farþegana. Á þessu ári er fyrirhugað að skipuleggja fleiri slíkar ferðir. Sömuleiðis eru seldar ferðir á sól- arstrendur Florida, nánar tiltekið til Miami. Hópferðir til Benidorm er það sem Ferðamiðstöðin leggur aðaláherslu á í sumar, en þangað verða farnar 12-14 ferðir til Costa Blanca í sólina á Benidorm, eins og ferðaskrifstofan auglýsir. Ferðamiðstöðin býður upp á margs konar ferðir og þjónustu, og ferðaskrif- stofan hefur m.a. umboð fyrir margar stærstu vöru- sýningarnar í Evrópu. Ferðamiðstöðin hefur einnig efnt til hópferða með knattspyrnuunnendur til Englands, og verður farið á hausti komanda í eina slíka ferð, en síðast var farið um páskana með 70 manna hóp aðdáenda ensku knattspyrnunnar. Benidorm byggður upp sem ferðamannabær. Benidorm er á suð-austur Spáni, í rúmlega 40 km fjarlægö frá Alicante og 140 km fjarlægð frá Valencia. Á þrjár hliðar er bærinn umkringdur fjallahring, sem tengist saman með fallegri sandströnd Miðjarðar- hafsins. Gamli bæjarhluti Benidorm stendur á kletti, sem skilur í sundur hinar frægu strendur Levante og Poniente. Benidorm er ekki stór bær, íbúar hans eru um 25 þúsund manns, en mörg íbúðarhótel og hótel, og þar eru rúm fyrir allt að 500 þúsund manns. Bærinn fór að byggjast upp á árunum 1955-60, en þetta er fimmta sumarið, sem Ferðamiðstöðin skipuleggur þangað ferðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.