Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 91

Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 91
 Til Egyptalands á ný eftir langt hlé Frá Kaíró Ferðaskrifstotan Víðsýn er nýjasta ferðaskrifstot- an hér á landi. Hún var opnuð 31. mars s.l. en eigandi hennar er sr. Frank M. Halldórsson. Sr. Frank er ferðamálum ekki ókunnugur. Hann hefur s.l. 15 ár notað sumarleyfi sín til að ferðast um erlendis, og hefur m.a. verið fararstjóri í fjölda ára. Hann hefur komið til margra Austurlanda m.a. til Israel, Egypta- lands, Jórdaníu, Sýrlands, Líbanon og Íran. Hann hefur nokkrum sinnum verið leiðsögumaður ís- lenskra ferðamanna í ísrael t.d. á síðasta ári. Fyrst á sumaráætlun ferðaskrifstofunnar Víðsýn er einmitt ísraelsferð, en hún hefst í lok maí, og komið er heim 12. júní. Sr. Frank sagði, að komið yrði til ýmissa staða í ísrael. Dvalið er í Jerúsalem og borgin skoðuð m.a. Grátmúrinn, Getsemanegarðurinn, Golgata, Via Dolorosa og ýmsir aðrir staðir þekktir úr Biblíunni. Einnig er dvalið í Galileu og Tel Aviv. Farið er í fjöl- margar skoðunarferðir meðan á ísraelsdvölinni stendur. Einnig er komið til Haifa við strönd Miöjarð- arhafsins. Til Egyptalands á ný. Mörg ár eru liðin síðan íslensk ferðaskrifstofa hefur skipulagt ferð til Egyptalands, en í síðustu hópferð- inni sem farin var héðan var sr. Frank einmitt leið- sögumaður. Ferðaskrifstofan Víðsýn efnir seinni hluta júnímánaðar til Egyptalandsferðar, og verður einnig komið til Grikklands í sömu ferð. Ferðin hefst í Grikklandi með því að dvalist er í Aþenu, þar sem vagga vestrænnar menningar stóð og margar af frægustu söguminjum heims er að finna. Boðið er upp á ýmsar skoðunarferðir um Aþenu og nálægar slóðir. Síðan er flogið til Kairó, borgarinnar sem stendur ofarlega í mynni Nílardals við jaðar Saharaeyðimerk- urinnar. Það er einkar fróðlegt fyrir Evrópubúa aö Sfinxinn Egypta- landi kynnast þessari merku borg. Þar ríkir andrúmsloft Austurlanda og Afríku. Margt er að sjá og skoða í Kairó og nágrenni þar á meðal pýramídana í Giza og grafarhvelfinguna í Keopspýramídanum. Alls staðar í borginni hljóma með jöfnu millibili hróp frá mjóturn- um bænahúsanna sem kalla á fólk til bæna. Allt er þetta framandi í augum Vesturlandabúans. I Egypta- landsferðinni er einnig komið til Luxor. Þar er t.d. Karnak hofið fræga. í Egyptalandsferðinni verður hægt að fara í margar skoðunarferðir, t.d. í siglingu á Nílarfljóti, ferð til Alexandríu, ferð í Dal konunganna og skoðunarferö um Kairó. Ferðir til margra stórborga í Evrópu. Sé litið okkur nær og snúið aftur til Evrópu, mun Víðsýn efna til ferða til ýmissa staða og landa í Evrópu. 14. júlí í sumar er fyrirhuguð ferð til Osló, Kaupmannahafnar og Glasgow. Um miðjan júní veröur einnig farið í Rínarlandaferð, og verður ekið frá Luxemborg eftir Moseldalnum niöur í Rínardalinn og komið til ýmissa staða þar m.a. til Koblenz, Bonn og Kölnar, og þar að auki Frankfurt svo eitthvað sé nefnt. Seinni hluta júlímánaðar verður efnt til ferðar til fjögurra borga, Frankfurt, Zurich, París og London, og er flogið á milli borganna. í ágúst verður aftur farið í Rínarlandaferð og nokkru síðar eöa 10. ágúst aftur til ferðar til fimm borga í Evrópu Luxemborg, Frankfurt, Munchen, Zúrich og Parísar. Sr. Frank M. Halldórs- son sagði, að hann leggði áherzlu á að efna til eigin- legra hópferða, þar sem fararstjóri og hópurinn eru saman, og fróðlegir staðir skoðaöir í þeim ýmsu skoðunarferöum sem efnt verður til, en jafnframt að fólk geti notað tímann til að versla, eða gert annað það er það hefur skemmtun af. Loks má nefna ferö, sem Víðsýn fer 20. ágúst, til Glasgow og Dublin, þar sem ferðast verður um skosku hálöndin og komið til Edinborgar en síðan flogið til Dublin. Lokaferðin í sumaráætlun Víðsýnar er önnur ísraelsferð í septem- ber, en þá verður fyrst fariö um söguslóðir Biblíunnar, en síðan dvalist á Miðjarðarhafsströnd ísrael í eina viku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.