Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 105
ingur hana og jók. Þaö hefur verið
komið á þurrfiskverkun og bita-
fiskframleiðslu. Nú hefur Gletting-
ur fengið aukið húsnæði og er
fyrirhugað að vinna enn betur úr
hráefninu en gert hefur veriö til
þessa. Selfossbúar eiga hlut í tog-
aranum Glettingi, sem gerður er út
frá Þorlákshöfn og hefur hluti af
afla hans verið nýttur í bitafisk en
aðallega þó farið til vinnslu á
Stokkseyri, þar sem fólk af Sel-
fossi hefur síöan fengið störf í
fiskvinnslunni. Fiskverkunin á Sel-
fossi byggist hins vegar aðallega á
hráefni frá aflahæstu bátunum í
Þorlákshöfn.
Á Selfossi munu vera
1700—1800 atvinnutækifæri í
3200 manna bæ. Er þetta miðað
við tölu framteljenda, sem eru um
1300 talsins og þá heldur hátt
áætlað, því aö vinna fyrir konur er
af skornum skammti. Léttur iðn-
aður, sem hentar kvenfólki, hefur
þó aðeins fest rætur á Selfossi hin
síðari ár og auk þess hefur aukin
fiskvinnsla breytt þessari mynd
konunum í hag. Saumastofa hefur
verið starfrækt í bænum í áratug og
var framan af í eigu einstaklinga á
Selfossi og Reykjavík. Hún hætti
hins vegar starfsemi fyrir rúmu ári
og ákváðu konurnar á saumastof-
unni þá að yfirtaka reksturinn. Þær
tóku á sig skuldir og eignir og hafa
rekið saumastofuna síðan af mikl-
um dugnaði og myndarskap. Er
húsnæðisskortur farinn að segja til
sín hjá saumastofunni og hefur
verið sótt um leyfi fyrir nýbyggingu.
Þarna starfa nú milli 25 og 30 kon-
ur. Saumað er úr voð, sem kemur
frá prjónastofu austur í Vík, en
Álafoss og Hilda hf. sjá um fram-
haldið.
Á Selfossi verður reynt að renna
sterkari stoöum undir iðnaðinn á
næstu árum. Menn gera sér grein
fyrir, að framtíð staðarins getur
ekki byggzt á öðrum atvinnu-
greinum. Ekki er gert ráð fyrir að
frumvinnsla landbúnaðarafurða
aukist sem neinu nemi. Þá er
heldur ekki við því að búast að
fiskafli og vinnsla hans fari vax-
andi við suðurströndina.
Fullvinnsla land-
búnaðarafurða
Helgi Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Samtaka sveitarfélaga í
Suðurlandskjördæmi sagði:
,,Við hér hjá samtökunum höf-
um lagt áherzlu á að aukin úr-
vinnsla á landbúnaðarafurðum
verði forgangsverkefni í uppbygg-
ingu atvinnulífsins hér á Selfossi
eins og reyndar í öðrum þéttbýlis-
kjörnum í þessum landshluta. Við
höfum rifjað upp, að mörg rök hafi
að vísu mælt gegn þessu hingað
til, eins og óheyrilega hár flutn-
ingskostnaður vegna fullunninnar
vöru, sem farið hefur til Reykjavík-
ur. Vegakerfið var líka slæmt. Nú
er ástandið aftur á móti gjörbreytt.
Flutningatækni vegna fullunninn-
ar vöru er allt önnur og vegasam-
bandiö eins gott og bezt verður á
kosið."
Menn hafa reiknað það út, að
kostnaður við flutning fullunninna
landbúnaðarafurða gæti orðið
minni en við hráefnisflutninga,
sem nú eiga sér stað. Bent er á að
erlendis séu fullunnar mjólkurvör-
ur fluttar hundruð kílómetra á
markað en ekki látnar hafa við-
komu í sérstakri vinnslu- og dreif-
ingarstöð fyrir ekki stærra mark-
aðssvæði en höfuðborgarsvæðið
Kókómjólkin fer í neytendaumbúðum frá Flóabúlnu á markað. Nýmjólkin fer hlns vegar á tankbflum til
frekari meðferðar í Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Verður fullvinnslan flutt austur?
97