Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 110
í Tryggvaskála meö margs konar
klúbbastarfsemi. Glæsileg íþrótta-
höll tók til starfa fyrir nokkru í
bænum og þar er ákaflega vel búiö
að íþróttafólki. Útisundlaug var
tekin í notkun áriö 1977 og í
tengslum viö hana er aðstaða til
tennis- og körfuboltaæfinga.
íþróttavöllurinn var mikiö endur-
bættur vegna undirbúnings fyrir
landsmót ungmennafélaganna í
fyrra. Þegar á heildina er litiö má
fullyrða að vel sé búió aö æskunni
og öörum sem stunda vilja hollar
íþróttir og líkamsrækt.
Nú er aö hefjast hönnun á nýju
elliheimili á Selfossi, sem væntan-
lega veröur reist í nágrenni við
Sjúkrahús Suðurlands, en það
stendur í austurhluta bæjarins,
skammt fyrir austan sýsluskrifstof-
urnar. Heilsugæzlustöð hefur
þegar verið tekin í notkun í sjúkra-
húsbyggingunni en hún er rekin
sameiginlega af Selfossbæ og
nærliggjandi sveitarfélögum. í lok
þessa árs er svo áformað að
sjúkrahúsið sjálft taki til starfa.
Þegar er afráðiö að á Selfossi
verði fjölbrautarskóli í framtíðinni,
alls fjögurra ára nám. Kennsla er
þegar hafin samkvæmt námsskrá
tveggja fyrstu ára í fjölbrautar-
námi. Fjölbrautarskólinn á Sel-
fossi verður væntanlega rekinn í
tengslum við héraðsskólana á
Skógum og á Laugarvatni. Þegar
er risin ný bygging fyrir verknáms-
kennslu fjölbrautarskólans og er
það reyndar fyrsti áfangi fjöl-
brautarskólabyggingar á Selfossi.
Vantar öflugri
byggðakjarna
Fyrir nokkrum árum var veru-
legur vaxtarbroddur í Selfossi
varðandi íbúafjölgun. Kom það að
einhverju leyti í kjölfar Vest-
mannaeyjagossins en fjöldi húsa
var þá byggður í bænum. Þróunin
hefur verið jafnari allra síðustu ár-
in en þó hefur Selfoss yfirleitt sýnt
drjúga aukningu í mannfjölda
miðaö við aðra staði af svigaðri
stærð. Á Suðurlandi í heild hefur
þróunin hins vegar orðið sú að
fleiri hafa flutzt brott en setzt þar
að. Ástæðan er talin sú, að í
landshlutanum hafi ekki myndazt
nægilega öflugur byggðakjarni til
að vega á móti þessari flutninga-
tilhneigingu. Þéttbýlið hefur verið
það dreift. Efling Selfoss kann að
breyta þessari mynd í framtíðinni.
KAU PFÉLAG
SKAFTFELLINGA
býður ySur velkomm til
VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU
og veitir m. a. eftirfarandi þjónustu:
VlK I MÝRDAL:
Almenn sölubúð
Hótel — opið allt árið
Bifreiðaverkstæði
Smurstöð
Hjólbarðaviðgerðir
SHELL, BP og ESSO-
þjónusta og kvöldsala.
VlKURSKÁLI
Ný og glæsileg ferðamannaverzlun við hring-
veginn.
Allar vörur fynr ferðamanmnn.
Á Kirkjubæjarklaustrí:
Almenn sölubúð.
ESSO, SHELLog BP-
þjónusta.
Bhell TJF
KAUPFÉLAG SKAFTFELUNGA
VÍK og KIRKJUBÆJARKLAUSTRI
Systrastapi
102