Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 117
nú um þetta leyti árs. Hún getur
staðið alveg til jóla en þá tekur við
dautt tímabil. Afköst stöðvarinnar
eru eðlilega ekki jafnmikil og hjá
stöðvum í Reykjavík vegna þeirra
miklu vegalengda sem yfirleitt þarf
að aka með steypuna. Bílar frá
stöðinni fara jafnvel alla leið aust-
ur í Landeyjar. Mest hefur verið
afgreitt um 16 þúsund rúmmetrar
yfir árið á meðan Viðlagasjóðs-
húsin voru í byggingu á Selfossi.
Verðið á steypunni hjá Steypu-
stöð Suðurlands er hið sama og
hjá steypustöðvunum í Reykjavík
en síðan leggst á kílómetragjald,
þegar komið er út fyrir 10 kíló-
metra radíus frá stöðinni. Steypu-
efnið vinna starfsmenn stöðvar-
innar að mestu leyti sjálfir austan-
fjalls en verða þó að fá sand hjá
Björgun í Reykjavík líka. Heur efn-
ið austanfjalls reynzt ágætlega og
er það talið betra en það efni, sem
steypustöðvar í Reykjavík hafa al-
mennt aðgang að. Ekki er komin
reynsla á framleiðslu Steypu-
stöðvar Suðurlands ennþá hvað
sprungur í steypu snertir, en Ólaf-
ur kvaðst vongóður um að
ástandið yrði allt annað og betra
en í Reykjavík vegna meiri gæða
efnisins.
Svartsýnn á ástandið
Við spurðum Ólaf, hvernig
horfði um byggingarframkvæmdir
í sumar.
„Maður er nú heldur svartsýnn
núna,“ svaraði Ólafur. ,,Það er
heldur ekki nema von. Þetta er
engin ríkisstjórn, sem við höfum.
Það virðist allt vera að dragast
saman og ég er mjög svartsýnn á
framtíðina. Þetta sumar að
minnsta kosti."
Mjög mikill samdráttur virðist
vera í framkvæmdum opinberra
aðila. Þó er verið að Ijúka ýmsum
verkum, sem komin voru í gang.
Óvissa ríkir um framhald annarra
eins og t.d. félagsheimilisbygg-
ingu á Selfossi. Ólafur sagöi, aö
enginn vissi raunverulega hvað
menn réðust í miklar framkvæmd-
ir, hvorki einstaklingar né sveitar-
félögin í sýslunni. Þó nefndi Ólafur
að þeir hjá steypustöðinni kæmu
víða við. Meðal verkefna núna að
undanförnu hefur verið fjöl-
brautarskóli á Selfossi, undirstöð-
ur og stokkur um heitavatnspípur
Ný fjölbýlishús í byggingu á Selfossi.
fyrir hitaveitu Ölfushrepps, fjöl-
býlishús í Þorlákshöfn og að auki
hefur hún haft talsverð verkefni
fyrir Vegagerð ríkisins vegna
brúargerðar. Yfirleitt getur
Steypustöó Suðurlands afgreitt
steypu til viöskiptavina sinna með
tveggja til þriggja daga fyrirvara.
!
Hefur þú kynnt þér
þjónustu Landsbankans
á Suóurlandi ?
Afgreiðslur og útibú Landsbanka íslands á
Suðurlandi eru tilbúin að veita þér hvers konar
bankaþjónustu og fyrirgreiðslu.
Upplýsingar og upplýsingabæklingar eru ávallt
til reiðu.
LANDSBANKINN
\f/ Banki allra landsmanna
109