Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 15

Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 15
\ framleiðslumagn. Gerö hefur verið rekstraráætlun fyrir árið 1979 og eru horfur góðar, ef ekki verða óvæntar breytingar í markaðsmál- um og verðlagsþróun. Fundurinn ákvað að leita samþykkis hluthafa um aukningu á hlutafé Dyngju upp í 24 milljónir króna. Kaupfélag Hér- aðsbúa hefur nú samþykkt hluta- fjáraukninguna fyrir sitt leyti. Þrengsli há nú starfseminni, en nokkuð mun úr rætast, því að um þessar mundir er verið að taka í notkun um 100 fermetra viðbótar- húsnæði, sem prjónastofan fær í framhaldi af því húsnæði sem hún hefur nú. Á fundinum var ákveðið að bæta vélakostinn, en geta má þess að Dyngja hefur verkefni við prjónaskap fyrir saumastofur í ná- grenninu, og eru prjónavélarnar fullnýttar og hefst ekki undan. Auk þeirrar starfsemi, sem hér er getið, er prjónað úr gerviefnum, og er sú starfsemi að Útgaðri á Egilsstöðum og sér Ólafur Sigurðsson um þann hluta starfseminnar. Nú er verið að vinna peysur fyrir Rússlandsmark- að í Dyngju, og er það nægilegt verkefni fram á mitt ár, en nægileg verkefni eru framundan þegar því lýkur. Hjá Dyngju vinna nú um 40 manns. Hreinsibúnaður í álverinu Um miðjan maí sl. var tekinn í notkun fyrsti áfangi hreinsibúnaðar í álveri (slenzka Álfélagsins í Straumsvík. Er hér um að ræða hreinsun á afsogslofti frá 40 kerum, þ.e. 1 /7 af öllum kerum álversins. Hreinsikerfi þetta byggist aðal- lega á eftirgreindum þrem megin- atriðum: 1) Lokun rafgreiningakeranna með kerþekjum. 2) Afsogsrörfyrir kerreykinn. 3) Hin eiginlega hreinsistöð. Auk þess er ýmiss hjálparbúnað- ur nauðsynlegur, svo sem sérstak- ur súrálsflutningakrani, hjálpar- skautbrú og tölvubúnaður til tölvu- stýringar á framleiðslunni, loft- þjöppustöð og spennistöð. Mark- mið það, sem sett var við hönnun hreinsibúnaðar fyrir verksmiðjuna, var annars vegar að bæta and- rúmsloftið í kerskálunum með lok- un rafgreiningarkeranna og hins vegar að draga úr mengun frá verksmiðjunni til samræmis við óskir yfirvalda. Kalda boröid í Blómasalnum Bjóðið viðskiptavinum í kalda borðið í hádeginu eða upp á fjölbreyttan matseðil í Blómasal. Munið hin vinsælu skemmtikvöld með dagskrám tileinkuðum ýmsum þjóðlöndum nær og fjær og girnilegum sérréttum. Verið velkomin í gistingu og mat HÓTEL LOFTLEIÐIR 13

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.