Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Side 43

Frjáls verslun - 01.06.1979, Side 43
m rekin fyrirtæki leita rekstrarrádgja far” okkar. I flestum tilfellum eru þetta aöilar með góðan rekstur og fremur yngri menn heldur en eldri. Tilhneigingin er sú, að það séu betur rekin fyrirtæki sem leita sér rekstrarráðgjafar. Hvaða verkefni eru algengust meðal þeirra sem þið fáist við? Tvímælalaust að endurbæta upplýsingakerfi fyrirtækja. Þess má til gamans geta að þetta var höfuðverkefni kollega okkar á Norðurlöndum fyrir 10-15 árum. Svo ég útskýri betur hvað ég á við, þá getum við hugsað okkur fjöl- þættan rekstur — fleiri en eina deild eða margar framleiðsluvör- ur. Stjórnendur geta ekki fylgst með á hverju er hagnaður og á hverju er tap nema upplýsinga- kerfið sé í lagi. Því miður vantar mikiö á aö svo sé í íslenzkum fyrir- tækjum. Mér koma í hug jafnvel stærstu fyrirtæki sem velta mill- jörðum, þar sem stjórnendur hafa ekki hugmynd um á hverju þeir hagnast eða á hverju þeir tapa. Gjarnan tala slíkir stjórnendur — stundum digurbarkalega— um að þeir hafi þetta allt saman ,,í putt- unurn". Verkefni við áætlanagerð hvers konar hafa færst mjög í vöxt á síð- ustu árum. Algengast í því tilviki er að koma á áætlanageröarkerfi fyrir einstök fyrirtæki, en einnig ein- stakar áætlanir varðandi sérstakar framkvæmdir. Heildarúttektir á rekstri fyrir- tækja er orðinn talsvert stór verk- efnaþáttur. Að slíkum verkefnum 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.