Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Side 56

Frjáls verslun - 01.06.1979, Side 56
húsum, aö kanna áhrif mismun- andi kaupgreiðsluforma og verk- skipulagningar í byggingariðnaði, að finna bestu leiðir til þess að losna við kuldabrýr ofl.ofl. Stofnunin gæti síðan birt al- menningi niðurstöður athugan- anna í áðurnefndum bæklingi eða riti, eða látið þær í té gegn vægu gjaldi. Húsnæðismálastofnun gæti jafnvel gengið enn lengra og hafið útgáfu á aðgengilegum leiðbein- ingabæklingi um húsbyggingar- tækni. Bæklingurinn gæti auk ofannefnds efnis m.a. innihaldið leiðbeiningablöð (Rb-blöð) Rann- sóknarstofnunar byggingariön- aðarins og staðla Iðntæknistofn- unar á sviði byggingariónaðar. í bæklingnum væri og æskilegt að hafa upþlýsingar um alla þá þjónustu, sem í þoði er fyrir hús- byggjandann, hvort sem um er að ræða af hálfu hins opinbera eða á frjálsum markaði. Húsbyggjandinn gæti í raun fengið allar helstu upplýsingar, sem hann þarf á að halda á einum stað í slíkum bæklingi. Leiðbein- ingabæklingnum ætti síðan að dreifa til sem flestra, sem hyggja á húsbyggingar, gegn vægu gjaldi til þess að allir geti haft tækifæri til þess að eignast hann. Eins og málum er nú háttað er veruleg hætta á að fjármunir nýtist illa í byggingariðnaði vegna upp- lýsingaskorts eöa skorts á þekk- ingu eða reynslu. Bæklingur eins og hér hefur verið lýst myndi að líkindum borga sig fljótt þegar af þeirri ástæðu að húsbyggjandinn gerði væntanlega færri skyssur og yrði því fyrir minni kostnaði og tjóni en ella. Annað veigamikið verkefni, sem Tæknideild gæti tekiö upp er einnig í samræmi við lagatextann, en það er að leggja tæknilegt mat á byggingaraðferðir og/eða fram- leiðsluaðferðir, húsagerðir og byggingarefni, sem notað er, og veita byggingaraðilum mismun- andi há lán í samræmi við niður- stöður matsins. Mat þetta mætti framkvæma í samvinnu við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, sem einmitt nú heldur á lofti kostnaðargrein- ingarkerfi, sem stofnunin hefur hannað, en jafnframt hefur á veg- um stofnunarinnar verið samið heilmikið rit um tæknimat húsa, sem nýta mætti í þessum tilgangi. Samstarfið við Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins væri æskilegt til þess að tryggja eftir því sem við verður komið hlutlaust og vandað mat. Markmiðið með mismunun í lánafyrirgreiöslum er eins og áður segir að örva tækniþróun og stuðla að lækkun byggingar- kostnaðar. Aðilar, sem nota óhag- kvæmar byggingaraðferðir, eða hafa ónóg vörugæði, myndu fljótt falla út af markaðnum hér sem er- lendis. Til þess að geta sett tæknileg skilyrði fyrir lánveitingu er stofn- ununinni þörf á margháttuðum rannsóknum og athugunum. Stofnuninni yrði og nauðsynlegt að fylgjast náið með tæknifram- förum í byggingariðnaði innan- lands sem utan, og hefði beinna hagsmuna að gæta varðandi kynningu og innleiðingu tækninýj- unga í greininni. Sýningar, ráð- Plaueinangrun, >;teinull, glerull m/eða án ál- pappírs, álpappírsrúllur, glerullarhólkar, plast- einangrunarhólkar. Allt til einangrunar - og verðið hefur náðst ótrúlega ^ langt niður vegna magninnkaupa. Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.