Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Page 10

Frjáls verslun - 01.12.1979, Page 10
STIKLAÐ Á STORU... Norræn sam- keppniskönnun Fyrir nokkru reyndi stjórn Félags ísl. stórkaupmanna aö fá frá iön- aðarráðuneytinu eintak af nor- rænni samkeppniskönnun sem gerö var á síðasta ári, en var tjáö að þessar niöurstööur yrðu ekki gerð- ar opinberar. Þar sem mönnum var kunnugt um að þessi könnun var ekkert leyndarmál á hinum Norður- löndunum þá óskaði félagið eftir því að fá eintak beint frá dönsku stórkaupmannasamtökunum og fékk skrifstofan eintak mjög fljót- lega. Stjórn F.I.S. hefur kynnt sér innihald þessarar skýrslu, en hún fjallar almennt um þróun í efna- hagsmálum, utanríkismálum og stefnu í efnahagsmálum á þessum áratug og sérstaklega stefnuna gagnvart iðnaði. Þá er all ítarlega fjallað um styrki og stuðning þess- ara landa við sinn iðnað og sér- staklega fjallað um fata- og skóiðn- að, tréiðnað, pappírsiðnað og skipasmíðar. Fram kemur i þessari skýrslu að mjög erfitt er að bera löndin saman og í raun má segja að þetta sé meira lýsing heldur en að sé veriö aö draga fram ákveðnar niðurstöð- ur eða samanburð. Gefur skýrslan kannski ekki mjög mikilsverðar upplýsingar nema með áframhald- andi könnunum og athugunum og voru stjórnarmenn F.(.S. sammála um að innihald hennar snerti að mjög litlum hluta starfsemi félags- ins. Stjórnin taldi þó mjög undar- legt að slíkri skýrslu væri haldið sem leyniplaggi hér á (slandi en hún væri opinbert plagg á hinum Norðurlöndunum. Veðdeild Landsbankans Meginverkefni Veódeildar Landsbankans er að annast af- greiðslu lána, sem veitt eru á veg- um Flúsnæðismálastjórnar. Há- markslán til hverrar íbúðar var 3.600 þús. kr. á árinu 1978, sem greidd voru í þremur jöfnum hlut- um, 1.200 þús. kr. í hvert sinn á sex mánaða fresti. Greiðist því öll láns- upphæðin á sem næst einu ári. Á árinu voru afgreidd lán til 2.185 nýrra íbúða og 3.590 viðbótarlán, eða alls 5.775 lán að fjárhæð 6.927 millj. kr. Á árinu 1977 voru sam- bærilegar tölur 2.161 ný lán og 3.074 viðbótarlán, eða alls 5.235 lán að fjárhæð 4.765 millj. kr. Á ár- inu 1978 voru því veitt 540 fleiri lán en á árinu 1977, og lánsfjárhæðin var 2.162 millj. kr. hærri en 1977. Frá 2. nóvember 1955, er lánveit- ingar þessar hófust og til ársloka 1978, hefur heildarfjárhæð lána numið 25.858 millj. kr. til 29.966 íbúða, sem skiptist í 69.725 lán. Nordfisk ( lok síöasta árs hófst all víðtæk samvinna um samnorrænt kol- munnaverkefni á vegum Nordforsk og á því að Ijúka í ágúst á næsta ári. Þátttakendur eru frá Noregi, Fær- eyjum og íslandi, en óbein aðild er frá Danmörku og Svíþjóð. Þátt- tökustofnanir af (slands hálfu eru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofnunin. Rannsóknastofnanir fiskiðnað- arins í Noregi, Færeyjum og íslandi hafa skipt með sér verkum að því er varðar meðferð afla, vinnslu og af- urðaframleiðslu. ( Noregi var próf- aður flutningur kolmunnans í kældum sjó, marningsvinnsla og framleiðsla á bollum og öðrum marningsafurðum. ( Færeyjum var lögð áhersla á flökun, roðflettingu og framleiðslu á flakablokk. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins hefur rannsakað hvaða áhrif meðferð fisksins í veiðarfærum og um borð i veiðiskipum hefur á vinnslugæði, einnig hafa verið gerðar tilraunir með flutning og geymslu kolmunn- ans í ískældum sjó í gámum ásamt tilheyrandi geymsluþolstilraunum. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur einnig gert tilraunir með slægingu og þurrkun til skreiðar- framleiðslu. íslandskynning í Frakklandi Farið er að huga að skipulagi (s- landskynningar í Frakklandi næsta ár. Kynningardagar hafa verið ákveðnir og eru þeir þessir: 12. feb. í Strassburg; 14.—16. feb. í París og 19.—21. feb. í Lyon. Meðal þess sem þar verður kynnt verður íslenskur matur, tískufatnaður og iðnvarningur. Fjölmargir standa að kynningunni m.a. sendiráð (slands í París og skrifstofa Flugleiða þar í borg. Þá munu Flugleiðir og Hótel Loftleiðir koma þar við sögu ásamt Ferðamálaráði, Útflutningsmið- stöðinni og utanríkis- og viðskipta- ráðuneytum (slands. Ein skrifstofa í Svíþjóð Endurskoðun á starfsemi Flug- leiða í Gautaborg er nú lokið og hefur ákvörðun verið tekin um lok- un skrifstofu félagsins þar. Ekki er 10

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.