Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 14

Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 14
Kreppuhljóð í verslunar- eigendum Erlendir sérfræöingar hafa sagt, aö þaö væru takmörk fyrir því, hve há veröbólga gæti ríkt í einu landi án þess aö lýðræöis- skipulagi þess og lifnaöarháttum þjóöar- innar væri stefnt í voöa. Þennan áratug, sem nú er aó renna skeiö sitt á enda, má tvímælalaust kalla verö- bólguáratuginn á íslandi. Viö höfum búiö viö langtum meiri verðbólgu en viögengst í næstu nágrannalöndum okkar og jafnvel þótt víðar væri leitaö. „Hættan fyrir kaupmanninn á horninu er sú, að fólk leitar meira og meira í stórmarkaðina með stórinnkaupin, en fer svo síðan í búðina á horninu til að kaupa mjólk, brauð og annað smáræði, sem lítil álagning er á. Þær vörur sem hærri álagning er á hreyfast lítið í litlu búðunum, en út á þær gengur rekstur þeirra." Óskar Jóhannsson, kaupmaður, Sunnubúðinni í Mávahlíð. * „Duglegur maður hefur miklu meira útúr því að vinna sem verslunarstjóri hjá stórri verslun en stofna sína eigin búð. Auk þess er hann tryggður, hefur lífeyris- sjóð og atvinnuöryggi. Þetta hefur kaupmaðurinn ekki. Tekjurnar eru orðnar minni því kaupgeta fólks hefur minnkað og veltuhraðinn er hægari.“ Jón Sigurðsson, kaupmaður í Straumnesi í Breiðholti. # „Kaupmenn eru alltaf hræddir um hver áramót, en hræðslan er nú meiri en nokkru sinni fyrr og það er m.a. vegna hins ótrygga stjórnmálaástands. Ég er ansi hræddur um að unga fólkið eigi eftir að reka sig á eins og vaxtakostnaðurinn er orðinn í dag.“ Ebeneser Ásgeirsson eigandi Vörumarkaðarins. Áhrif verðbólgunnar á lifnaðar- hætti þjóðarinnar eru mikil, en á „lífsstandard" hennar svo til eng- in, alla vega er hann með því hæsta sem gerist í heiminum í dag. Aftur á móti kann að reynast erfitt aö mæla þau áhrif sem verðbólgan hefur haft á lýðræðisskipulag og stjórnskipun landsins, en auðvelt er að leiða líkum að því, að þau áhrif eru mikil. Út í þá sálma skal þó ekki farið hér. Verðbólgan hefur nú náð 81% miðað við eitt ár og sýnist ekkert lát á vexti hennar. Flestum þeim, sem reka heimili og hafa fyrir fjöl- skyldu að sjá, hefur reynst æ erfióara að láta enda ná saman og 14

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.