Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Síða 28

Frjáls verslun - 01.12.1979, Síða 28
Sígarettur eru mis- jafnlega sterkar Þar sem reykingamagnið skiptir máli hlýtur misjafnt magn efna eins og tjöru og nikótíns að skipta máli, þ.e. magn þessara efna í hverri sígarettu af mismunandi tegund- um. Af því að bannað er aö aug- lýsa tóbak á íslandi er komið í veg fyrir að fólk sé upplýst um þann mismun sem um er að ræða á sígarettutegundum. Út um allan heim hefur fólk aðgang að slíkum upplýsingum þar sem tóbaksfram- leiöendur auglýsa kosti og galla hinna ýmsu tegunda og því má ekki gleyma í þessu sambandi að tóbaksframleiðendur hafa á und- anförnum árum varið miklu fé og fyrirhöfn í því skyni að rannsaka hvernig framleiða megi sígarettur, sem dregið gætu úr skaðsemi reykinga. Eitt þeirra fyrirtækja sem lagt hefur mikið í slíkar rannsóknir er bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris. Þeir komu á fót rannsóknastöð árið 1933 og hefur hún verið að þróast og stækka all- ar götur siðan. Þessi stöð sem er í Richmond er nú stærsta rann- sóknastofnun heims á sviði tóbaksframleiðslu og tilrauna á áhrifum og skaðsemi reykinga. Þar starfa nú 500 sérfræðingar aö margs konar rannsóknaverkefn- um, allt frá tóbaksræktartilraun- um, framleiðsluaöferðum og blöndun tóbakstegunda til kann- ana á reykingavenjum fólks á öll- um aldri. „Sterkar sígarettur“ með litlu nikótín- og tjöruinnihaldi Það var árið 1854 sem Philip Morris fór að handrúlla sígarettur og selja i lítilli verzlun sinni i London. Hann hefur varla grunaö það að þetta náttúrufyrirbrigði úr jurtaríkinu, tóbakið, ætti eftir aö skapa annað eins fyrirtæki og nú ber nafn hans og hefur höfuð og herðar yfir flest önnur á þessu sviði viðskipta i heiminum. Rannsóknastofnun Philip Morr- is í Richmond hefur á undanförn- um aratugum aflað sér um 140 einkaleyfa fyrir margvíslegar að- ferðir og nýjungar sem byggst hafa á rannsóknum og þróunar- starfsemi. Frá því að „filtersiga- Þessi tafla sýnir tjöru og nikótíninnihald þeirra sígarettutegunda sem seldar eru á íslandi. Magnið er mælt í milligrömmum að meðaltali pr. sígarettu sam- kvæmt gildandi bandarískum staðii. MERIT Viceroy Light Vantage Salem Light Marlboro Lights Kent Kent Super Long Winston Light Peter Stuyvesant Viceroy L&M Viceroy Super Long Eve Super Long Raleigh Filter T areyton Salem Marlboro Kool Pall Mall Super Long Lark Pall Mall Camel Filter Winston Super Long Winston Chesterfield More Raleigh Camel Tjara Nikótín 9 0.7 10 0.8 11 0.8 11 0.8 12 0.8 13 1.0 14 1.1 14 1.0 14 1.2 14 1.0 15 0.9 15 1.1 16 1.0 16 1.0 17 1.2 17 1.1 17 1.0 17 1.3 18 1.3 18 1.2 18 1.2 19 1.3 19 1.3 19 1.4 23 1.4 24 1.8 24 1.4 25 1.7 rettur" komu á markaðinn hefur stöðugt verið unnið að endurbót- um á sjálfum síunum. Rannsóknir hafa aðallega beinst að því að svara spurningum eins og: Hve mikið á að sía, hvernig á sían að vera samsett, hvaö er það sem sí- ast frá reyknum? Rannsóknir á síunum hafa sífellt orðið umfangsmeiri hjá Philip Morris. Neytendur hafa greinilega tekið síu- eða „filtersígarettur" fram yfir þær gömlu og það í auknum mæli eftir því sem þessi gerð sígaretta hefur verið bragð- bætt. Meðal þess árangurs sem rakinn verður til þessarar rannsókna- starfsemi hjá Philip Morris er sér- stök framleiðsluaðferð sem kallast „Enriched Flavour" eða bragðbót. Með því að efnagreina reykinn með rafeindamælitækjum hefur reynst unnt að greina bragðefnin sundur og rekja hvert þeirra til tóbaksins og meðferðar þess. Þetta þýðir að hægt er að ráða miklu um hvernig sígaretta „bragöast". Nú er t.d. hægt að framleiða sígarettu, sem er með helmingi minna nikótíninnihaldi og þriðjungi minni tjöru en margar al- gengustu tegundir hafa, — án þess aó fólki finnist sígarettan veik eða dauf. Þetta er ein leiðin til þess að draga úr skaðsemi reykinga hjá þeim sem ekki hætta meö öllu að reykja, en aö sjálfsögðu er það ör- uggasta ráðið. 28

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.