Frjáls verslun - 01.12.1979, Page 29
Merit — Ný sígaretta
fyrir þá sem ekki hafa
vit á að hætta
Eitt af rannsóknaverkefnum
Philip Morris í Richmond stóö
samfellt í 12 ár. Þaö fólst í aö
kanna á hvern hátt hægt væri að
framleiða sígarettu, sem innihéldi
lítið af nikótíni og tjöru án þess aö
fólki fyndist hún dauf, — þ.e. létta
en bragðmikla sígarettu. Þaö er
óhætt aö segja að þetta hafi tekist.
Sígarettan sem nefnist Merit náöi
fljótt mikilli útbreiöslu í Bandaríkj-
unum og víöa í Evróþu, t.d. má
geta þess aö markaðskannanir
sýndu að í Noregi skiptu um 10%
reykingafólks yfir í Merit á mjög
skömmum tíma. Þessi sígarettu-
tegund er valkostur fyrir þá sem
vilja draga úr nikótínneyslu sinni
og minnka verulega þaö magn
tjöru sem berst til lungnanna meó
reyknum, — án þess aö þurfa aö
velja sígarettu sem er bragölaus.
Fyrir þaö reykingafólk, sem hef-
ur áhuga á aö draga úr hugsan-
legri skaösemi reykinga, en er þó
ekki reiðubúið til að leggja löstinn
niöur meö öllu, ætti taflan sem birt
er með þessari grein aö vekja at-
hygli.
Þar koma fram upplýsingar sem
ekki er aö finna á hverju strái. Töl-
urnar í töflunni eru fengnar frá
Rannsóknastöö Philip Morris í
Richmond USA. í töflunni er sýnt
magn nikótíns og tjöru í milli-
grömmum aö jafnaöi í hverri síga-
rettu af mörgum mismunandi teg-
undum, en allt eru þetta tegundir
sem seldar eru á íslandi.
Þaö er þó rétt aö benda á aö ef
fólk vill draga úr neyslu sinni á
þessum skaðræöisefnum, tjöru og
nikótíni, t.d. með því aö velja síga-
rettutegund með minna innihaldi,
gagnar þaö næsta lítið nema þess
sé gætt aö ekki séu reyktar þeim
mun fleiri sígarettur yfir daginn af
„léttari" tegundinni Þaö er þess-
vegna sem Philip Morris hefur lagt
á það mikla áherzlu aö Merit þyki
ekki dauf þótt hún sé ,,létt"
fólk
I I
82300
82302
1. tbl. 1. árg.
Gullplötur í Hollywood
Garðparty í desember
íslendingará Jamaica
Hrísgrjón
Bjarki á Grillinu
verð kr. 600
Feguröardrott