Frjáls verslun - 01.12.1979, Page 37
sjá sig nema í nylonsokkum, en þá
var síöbuxnaöldin ekki upprunnin.
Það var hægt að fá þá ef maður
þekkti mann sem þekkti mann.
Eins var þaö með skrautlegu ame-
rísku bindin ,,stælbindin“. Sá
strákur sem ekki átti ,,stælbindi“
var alveg vonlaus. Það jók mikið á
verðmæti sokkanna og bindanna
að geta sýnt að maður hafði sam-
bönd. Aldrei var þrasað um verðið,
það var jafnt á bindunum og sokk-
unum og allir vissu hvað það var.
Til fróðleiks fyrir blessaðar af-
greiðslustúlkurnar má geta þess
að miðað við mánaðarlaun þeirra í
dag, var verðið á nylonsokkunum
um það bil kr. 20.000 parið, og ekki
fékk ríkið einn einasta eyri af því.
Svo spratt upp nýr heimilisiðnaður
út um allan bæ, sokkaviðgerð-
irnar.
Já, við brosum að þessu í dag en
hvenær getum við farið að brosa
að vitleysunni sem enn viðgengst í
þjóðfélaginu okkar?
íslendingar eru lítil þjóð í stóru
og hrjóstrugu landi. Okkur vaxa oft
í augum erfiðleikarnir sem því
fylgja, og öfundum jafnvel aðrar
þjóðir af veðráttu, frjósemi og
náttúruauðæfum landa þeirra.
Öfund er undirrót alls ills og ef við
finnum til slíkrar kenndar til ein-
hvers, ættum við að hugleiða,
hvort hinn aöilinn hafi ekki meiri
ástæðu til að öfunda okkur af ein-
hverju, sem við eigum en hann
ekki.
Sjálfsblekking og
sýndarmennska
Fámenn, velmenntuð og sam-
hent þjóð getur lifað kóngalífi á ís-
landi. Möguleikarnir eru svo
margvíslegir að óþarft er að telja
þá upp hér og nú. En erfiðleikarnir
og afturförin í öflun lífsgæðanna
er heimatilbúið vandamál, sem við
höfum þvælt okkur í og virðumst
eiga bágt með aö finna leið út úr.
Ástandinu mætti líkja við mann
sem byrjað hafði verzlunarrekstur
og haldið að hann ætti alla pen-
ingana sem kæmu í kassann.
Hann hafði lifað um efni fram og
nú streyma reikningarnir að úr öll-
um áttum. Alvörukaupmenn kalla
þessi fyrirbæri halastjörnur í
kaupsýslustétt. Ekki veit ég hvað
þau eru kölluð meðal alvöruþjóð-
félaga.
Við höfum lifað í sjálfsblekkingu,
sýndarmennsku og hræsni á svo
mörgum sviðum þjóðlífsins. Van-
trausti stjórnvalda á einstaklinginn
og framtak hans, og hins vegar
virðingarleysi almennings gagn-
vart stjórnmálamönnum. Kjark-
leysi og getuleysi löglega kjörinna
stjórnvalda gegn þrýstihópunum,
sem kúgað hafa út úr þjóðarbúinu
stærri skerf en raunverulega er
fyrir hendi. Til að standa við
skuldbindingar eru búnar til fleiri
krónur úr sömu verðmætunum.
Allir vilja að snúið verði við á
þessari háskabraut, en enginn er
tilbúinn að stíga fyrsta skrefið. í
þessum Ijóta leik er enginn sak-
laus nema gamla fólkið, alda-
mótakynslóðin sem reif þjóðina
upp úr örbirgðinni, undi sér aldrei
hvíldar og hafði að leiðarljósi
dyggðir, sem við höfum fótum
troðið og gert að öfugmælum.
Blautur menntavegur
Oft dettur mér í hug samtal, sem
ég átti í æsku við gamlan mann.
Hann gladdist yfir möguleikum
ungu mannanna, sem gátu gengið
menntaveginn. ,,Mig langaði til að
læra", sagði hann, ,,en Halldór var
sá eini af okkur fjórum bræðrunum
sem hafði tök á því að ganga
menntaveginn." ,,Hvað læröi
hann?“ spurði ég. Það var svar
gamla mannsins sem varð til þess
að ég man þetta samtal eftir öll
þessi ár. ,,Hann lærði sund" sagði
hann, og var stoltur af lærdómi
bróöur síns.
Já, hann var stuttur og blautur
menntavegurinn hans Halldórs og
eflaust hefur hann borgað kennsl-
una sjálfur. Þessir bræður unnu að
verömætasköpun fyrir þjóðarbúið
fram yfir áttræðisaldur.
Fyrir örfáum árum hitti ég kunn-
ingja minn, hörkuduglegan mann,
á götu í sjávarþorpi úti á landi.
Þetta var í júnímánuði. Ég spurði
hann hvað hann væri að atast
þessa dagana, en hann sagðist
hafa hætt að vinna í maí og ætlaði
ekki að vinna meir þetta árið. Hann
hafði þénað svo mikið um veturinn
að mest allt, sem hann ynni fyrir
það sem eftir væri af árinu, færi í
skatt og hann ætlaði ekki að fara
að þræla sér út fyrir þessa skratta
fyrir sunnan. Þessa sömu daga
barst svo mikill fiskur á land, að
frystihúsið á staðnum gat ekki
unnið hann allan sökum fólkseklu
og varð því að láta úrvals hráefni
með úrganginum og vinna úr því
verðlítið fiskimjöl. Þessi kunningi
minn er ekki verri íslendingur en
aörir, en afstaða hans sýnir hver
áhrif skattastefnan hefur haft á
starfslöngun einstaklingsins og
viðhorf hans til þjóðarbúsins.
Meiri verðmæti í súginn
Við verðum að skilja að eftir því
sem við heimtum meira af ríkinu,
erum vió um leið að afsala okkur
ráðstöfunarrétti okkar á eigin tekj-
um. Stjórnmálamennirnir, sem
fyrir kosningar lofa að láta ríkið
gera þetta og gera hitt, eru ekki að
gefa okkur neitt.
Eftir því sem ríkisbáknið þenst
meira út fara meiri verðmæti í
súginn.
Þjóðinni hefur á undanförnum
árum tekist að standa saman um
tvö stórmál, það er stofnun lýð-
veldisins og útfærsla landhelginn-
ar. Nú er það lífsnauðsyn hennar
að standa saman um að rífa sig
upp úr þessum pytti og þaö gerir
hún best með því að vekja trú ein-
staklingsins á framtið þjóðarinnar
og örva hverja vinnandi hönd til
nytsamlegra starfa.
Þegar við höfum ráðið bót á
efnahagsvandanum er ekki margt
eftir sem við þurfum að kvíða.
Ef þú skyldir samt hafa áhyggjur
er hér gott ráð til að lækna þær. Þú
þarft ekki að hafa áhyggjur af
neinu nema heilsufari þínu.
Annaðhvort ertu heilbrigður eða
veikur. Ef þú ert heilbrigður, þarft
þú ekki að hafa neinar áhyggjur.
En ef þú ert veikur er um tyennt að
ræða, annaðhvort batnar þér, eða
þú deyrð. Ef þér batnar þarft þú
ekki að hafa neinar áhyggjur, en ef
þú deyrö er um tvennt að ræða,
annaðhvort ferð þú til himna eða
þú ferð á hinn staðinn. Ef þú ferð til
himna, þarft þú ekki að hafa neinar
áhyggjur. En ef þú ferð á hinn
staðinn, verður þú svo upptekinn
við að heilsa öllum vinum þínum,
að þú hefur engan tíma til að hafa
áhyggjur.
37