Frjáls verslun - 01.12.1979, Blaðsíða 43
mánuöi og var t.d. rösklega 31
tonn fyrir síðustu jól. Þaö er mjög
góö skipulagning á póstdreifing-
unni hér í Kaupmannahöfn, og við
reynum að láta okkar hlut ekki eftir
liggja. Bréfapóstur, svo og
ábyrgðarsendingar og hraðsend-
ingar hafa forgang. Póstsending-
arnar eru yfirleitt nokkuð fyrirferð-
armiklar og taka mikið pláss í vél-
unum.
Guðmundur sagði að helzti
þröskuldurinn fyrir enn meiri
vöruflutningum með flugvélum til
og frá íslandi væri sá, að venju-
lega væri ekki um miklar vörur að
ræða sem fluttar væru frá íslandi,
og því erfiðara en ella að fara
hreinar vöruflutningaferðir. —
Það er helzt ullarvara sem kemur
frá íslandi með flugvélum hingað,
og nokkuð hefur einnig verið flutt
af kjöti og rækju. Fisk er hins vegar
mjög erfitt að flytja með þessum
flugvélum, nema þá í sérstökum
umbúðum, þar sem gæta verður
þess að engin lykt komi í vélarnar.
Þann dag sem Frjáls verzlun
ræddi við Guðmund G. Jónsson
flutti Flugleiðavél vörur til islands,
og gafst því tækifæri til þess að
fylgjast með fermingu vélarinnar.
Varan sem átti aö fara til íslands
var tínd saman í þjónustumiðstöð-
inni, og var greinilegt að hún kom
úr ýmsum áttum. Gengið var frá
vörunni á sérstaka palla, og þeim
síðan lyft um borð í vélina, eftir að
hafa verið vigtaðir og mældir.
Eins og fram kom áður hjá Guð-
mundi takmarkast vörumagnið
miklu oftar af umfanginu en
þyngdinni. Sagði hann að mjög
algengt væri þegar full vél af vör-
um væri send til íslands að heild-
arþyngd vörunnar væri um eða
innan við 10 lestir, en vélin getur
borið 15-16 lestir. í þetta sinn var
þyngd vörunnar um eða innan við
5 lestir. Eftir að búið er að koma
vörunni um borð í vélina, er hún
rækilega skorðuð þar og falla
pallarnir sem hún er flutt á í rennur
sem komið er fyrir á gólfi vélarinn-
ar. Er mjög mikið atriði að vélin sé
rétt hlaðin og að þannig sé gengið
frá hnútunum að ekki sé hætta á
að vörupallarnir haggist t.d. ef
ókyrrð er í lofti.
— Ég hef trú á því að það verði
þróunin í framtíðinni að vöruflutn-
ingar héðan frá Kaupmannahöfn
til íslands með flugvélum haldi
áfram að aukast, sagði Guðmund-
ur G. Jónsson, að lokum, — það
hefur tvímælalaust mikla kosti í för
með sér fyrir þá sem þurfa að fá
vörur heim, að flytja þær með
flugvélum. Slíkt getur sparað þeim
verulegan tíma, og auk þess fer
venjulega betur um vöruna, heldur
en ef hún er flutt á annan hátt.
FLVCFÉlt