Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 52

Frjáls verslun - 01.12.1979, Side 52
Vetrardagskrá Hótel Loftleiða er nú í fullum gangi. Fyrir utan gist- ingu, sem öll hótel bjóða, þá býður hótelið upp á margvíslega skemmtan jafnt fyrir matháka, vín- unnendur sem og þá sem áhuga hafa á góðri tónlist. Hið fyrsta á dagskránni var Lux- emburgarvikan, en að henni stóðu fyrir utan hótelið, Ferðamálaráð Luxemburgar og markaðssvið Flugleiöa. Sælkerakvöldin á hótelinu nutu mikilla vinsælda manna á síöasta vetri og verður haldið áfram með þau fyrri part vetrar. Meðal þeirra sem kynnt hafa fyrir fólki smekk sinn og reynslu af matargerðar- listinni eru Albert Guðmunds- son, alþingismaður og Agnar Ko- foed Hansen, flugmálastjóri. Sælkerakvöldin vin- sælu meðal fjöl- breyttrar skemmtunar á vetrardagskrá Hótels Loftleiða Framhald verður á sælkera- kvöldunum eftir áramót. Um miðj- an janúar verður Friðrik Gíslason, skólastjóri Hótel- og veitingaskóla íslands umsjónarmaður sælkera- kvölds. Desember verður sérstakur há- tíðismánuður og verða þá haldin sérstök hátíðarkvöld, Luciukvöld, aðventukvöld, kertakvöld og jóla- pakkakvöld. Landkynningarvikur skipuöu sérstakt pláss í dagskrá Hótel Loftleiða í fyrra og verður haldið áfram með þær eftir áramótin. Þá verður búlgörsk vika dagana 3.—10. febrúar og einnig tékk- nesk, auk þess tvær innlendar kynningarvikur, ostavika og síld- arvika. Um tónlistina mun hljómsveit hússins, Stuðlatríó, sjá. í fyrra- vetur lék Sigurður Guðmundsson á píanó og orgel í Blómasal við miklar vinsældir og mun hann taka upp þráðinn aftur í vetur og leika á fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum. Þessi sömu kvöld verður boðið upþ á grænmetishlaöborð í vík- ingaskipinu, í hverju kalda borðið er í í hádeginu. Grænmetið verður fengið rakleiðis frá Bandaríkjunum fyrir milligöngu Sölufélags garð- yrkjumanna. Fram á vorið verða tízkusýning- 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.