Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 10
©PIPIdPOPI
rekstrarráðgjafar.
Björn Þórhallsson, vara-
forseti ASf, stendur ekki
síður föstum fótum í við-
skiptalífinu. Hann er við-
skiptafræðingur að mennt,
en hefur starfað mikið sem
endurskoðandi. Þá er hann
formaður stjórnar Dagblað-
sins hf. sem er á góðri leið
með að verða stórfyrirtæki
Það þarf því varla að óttast
að forseti og varaforseti ASf
skilji ekki sjónarmið at-
vinnurekenda. Hvort þeir
láta það hafa áhrif á sig í
störfum fyrir ASf skal ósagt
látið.
Atvinnurekenda-
áhrif í yfirstjórn
ASÍ?
Því var ekki haldið á lofti á
Alþýðusambandsþingi
hvaðan leiðtogar samtak-
anna raunverulega koma.
Ásmundur Stefánsson,
hagfræðingur, forseti ASf,
meðfulltingi Sjálfstæðis-
manna, hóf starfsferil sinn
sem rekstarráðgjafi hjá
Hagvangi. Til að vera kjör-
gengur í ASf varð hann að
ganga úr Bandalagi há-
skólamanna og ganga í
Verslunarmannafélag
Reykjavíkur. Til altrar ham-
ingju fyrir Alþýðubanda-
lagsmenn og Sjálfstæðis-
menn, tókst að koma því í
kring í tíma.
Þess má geta að hjá Hag-
vangi var það fyrsta verkefni
Ásmundar að stjórna sam-
antekt rits, sem nefndist
Opinberar aðgerðir og at-
vinnulífið, sem unnið var
fyrir samtök iðnaðarins. Til-
gangurinn var að sýna hver
áhrif opinberra afskipta í
atvinnulífinu hefðu orðið á
20 ára tímabili. Auk þess
sinnti hann ráðgjafastörfum
fyrir fyrirtæki eins og aðrir
Vildu ekki í sjónvarpið
Verkamanna
bústaðir
kaupa notað.
Fasteignamarkaðurinn
hefur verið í mikilli lægð á
undanförnu ári. Bendir flest
til þess að framboð á íbúð-
um, sé talsvert meira en eft-
irspurn og í samræmi við
það hefur fasteignaverð
hreinlega lækkað miðað við
annað verðlag og útborgun
hefur heldur minnkað.
Langt er síðan einstaklingar
uppgötvuðu þessi sannindi
og áttuðu sig á því að nú er
jafnvel ódýrara að kaupa en
að byggja. En nú eru opin-
berir og hálf opinberir aðilar
einnig að átta sig á þessu,
því stjórn Byggingarsjóðs
verkamannabústaða íhugar
nú að kaupa notaðar íbúðir
á hinum frjálsa markaði í
stað þess að byggja. Slíkt
stuðlar vafalaust að jafnari
dreifingu aldurshópa milli
eldri og yngri borgarhverfa í
Reykjavík.
Háhyrningarnir, sem um
skeið hafa dvalist í Sædýra-
safninu fóru héðan af landi
fyrir skömmu. Athygli vakti
að erlend flugvél flutti þá
héðan til Winnepeg í
Kanada. en Flugleiðir og Is-
cargo höfðu barist um
þennan flutning. Iscargo
bauð betur og stóð til að fé-
lagið færi með háhyrning-
ana, þar til Greenpeace
samtökin komust í máliö.
Ætluðu þau að taka á móti
hvölunum í Winnepeg
ásamt sjónvarpsmönnum
frá BBC og fleiri stöðvum og
hétu öllum, sem nærri þessu
máli kæmu slæmri auglýs-
ingu. Iscargomenn vildu
fremur vera óþekktir en
frægir af endemum, svo þeir
afþökkuðu viðskiptin.
10