Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 15
um um brunavarnir frá 1954 að sveitarfélögum utan Reykjavíkur sé heimilt að semja við eitt trygg- ingafélag eða fleiri um bruna- tryggingar á húseignum í umdæmi sínu. Framkvæmdin á máli þessu hef- ur verið þannig að samningar hafa verið gerðir til fimm ára í senn. í lögum um Brunabótafélagið eru ákvæði um það hvað sveitarfélag skuli gera, ef það vill tryggja ann- arstaðar. Þar segir: „Stjórn bæjar- og sveitarfélags getur leitað til stjórnar Brunabótafélagsins og óskað eftir því að fá endurskoðun eða breytingar á iðgjaldagreiðsl- um eða öðrum kjörum varðandi brunatryggingar fasteigna í bæjar- og sveitarfélaginu. Náist ekki samkomulag um samninga innan tveggja mánaða, frá því að ósk kom fram um endurskoðun eða breytingar á tryggingakjörum, er hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfé- lagi heimilt að segja sig úr Bruna- bótafélaginu með 6 mánaða fyrir- vara, miðað við 15. október ár hvert." Af þessu sést að það er þungt í vöfum að ætla að skipta um trygg- ingafélag. En þar með er sagan ekki öll sögð. Að sögn forystu- manna Samvinnutrygginga er fjöldi sveitarfélaga háður Bruna- bótafélaginu fjárhagslega, þar sem félagið er mjög vel statt fjár- hagslega og hefur lengi veitt sveitarfélögum lán til reksturs og framkvæmda. Nú er það ekkert leyndarmál að flest sveitarfélög standa höllum fæti fjárhagslega og mega því illa viö að missa upp- sprettu fjármagns. Fjármagn Brunabótafé- lagsíns míkilvægt Ásgeir Ólafsson, forstjóri Brunabótafélagsins var að því spurður hvort félagið ,,keypti" sér viðskipti með lánafyrirgreiðslu. H/inn segir aó það sé eðlilegt að félagið veiti fjármagni sínu til við- skiptamanna og það geti Bruna- bótafélagið í stærri stíl en önnur tryggingafélög, vegna sterkrar fjárhagsstöðu félagsins. Hann segir að Brunabótafélagið haldi 80 til 90% af iðgjaldatekjum i landinu og ávaxti það hér, þar sem félagið þurfi aðeins að endurtryggja er- lendis sem nemur 10 til 20%. Ás- geir leggur áherslu á að það fjár- magn, sem Brunabótafélagið lán- ar sveitarfélögum, liggi ekki á lausu annarsstaðar. Brunabótafélagið heyrir undir Tryggingaráðuneytið. Skipulag félagsins er þannig að því er stjórnað af fulltrúaráði 44 manna, sem eru einn fulltrúi úr hverju bæjarfélagi og einn frá hverju sýslufélagi. Þeir kjósa síðan þriggja manna stjórn fyrir félagið. Núverandi stjórn skipa Stefán Reykjalín, formaður en hann er einnig formaður stjórnar Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. Aðrir í stjórn eru Friðjón Þórðarson, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Magnús H. Magnússon, alþingis- maður. þarna hafa því þrír stjórn- málaflokkarfulltrúa. Hefur samkeppnin verið gagnleg? Ásgeir Ólafsson telur fyrirkomu- lag húsatryggingagotteinsog það er. Hann segir að þrátt fyrir áróö- ursherferð Samvinnutrygginga í fyrra hafi þeir ekki náð neinum ár- angri og engu sveitarfélagi bætt við sig í tryggingu. Hann bendir á að minni og fjárhagslega veikari tryggingafélög gætu þurft að end- urtryggja meginhluta eða jafnvel allt erlendis, sem þýddi að það fjármagn færi út úr landinu og það myndi skapa verulegan vanda fyrir sveitarfélögin, ef þetta fjármagn hyríi af markaðnum. Ásgeir Ölafsson leggur á það áherslu að Brunabótafélag l'slands sé rekið með hagkvæmni í huga. Það hafi orðið fyrst tryggingafé- laga til að taka upp töluvinnslu 1952 og stöðugt sé ,,passað upp á Parkinson". Ekki er auðvelt að kveða upp nein Salómonsdóm í slíkum mál- um, en augljóst virðist að hér tak- ast á þrjú fyrirtækí, með mismun- andi hagsmuni, sem virðast í grundvallaratriðum vel rekin. En reynsla okkar íslendinga undan- farin ár, bendir vissulega ekki til þess að einokun sé af hinu góða og rök Samvinnutrygginga vega þungt í því Ijósi. Að lokum verður að efast um að iðgjöld Brunabóta- félagsins hefðu lækkað skyndi- lega um 50% árið 1954, ef sam- keppni Samvinnutrygginga hefði ekki komið til og vafasamt að ið- gjöld hefðu lækkað jafnt og þétt síðan, ef engin samkeppni hefði verið. \'fv)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.