Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 40
100 stærstu fyrirtækin 1979 FRJÁLS VERZLUN birtir að þessu sinni lista sinn yfir stærstu fyrirtæki íslands með nokkuð öðru sniði en fram til þessa hefur tíðk- ast. Stærð fyrirtækjanna er nú ráðin af veltu þeirra, en ekki farið eftir starfsmannafjölda eins og áður. Teljum við að hér hafi veriö brotið blað í sambandi við þennan lista sem alltaf hefur vakiö athygli í viöskiptaheiminum jafnt sem utan hans. Um það hvaða reglur beri að hafa í heiðri í sambandi við niður- röðun fyrirtækja á þennan hátt má eflaust deila, rétt eins og um aðra hluti. Þó bendum við á að í þeim löndum þar sem viö þekkjum til er veltutölu-reglan í heiöri höfð og látin ráða, þegar sérritin um versl- un og viðskipti gera hina árlegu lista sína yfir stærð fyrirtækja. Breytingin hjá okkur í Frjálsri verzlun hefur óhjákvæmilega í för með sér miklar sveiflur á listanum í ár miðaö viö þann í fyrra. Breyt- ingarnar eru meiri en okkur óraöi fyrir. Fjöldi fyrirtækja, sem náðu 100-stærstu-listanum í fyrra og í mörg ár þar á undan, hafa nú 40 horfið af listanum, en önnur, sem ekki hafa áður verið, hafa komið í staðinn. Þá hafa fyrirtæki sveiflast bæði upp og niður listann, allt eftir því hverjar veltutölur ársins 1979 hafa reynst. Til að setja saman listann yfir fyrirtæki landsins réð Frjáls verzl- un þá Jón Birgi Pétursson, blaða- mann og Ólaf Geirsson viðskiþta- fræðing og blaðamann. Hafa þeir að undanfömu unnið myrkranna á milli við samsetningu listans og hina viðamiklu gagnasöfnun. Fyrir nokkrum árum voru veltu- tölur fyrirtækja mikið „leyndar"- mál og voru nánast talin feimnis- mál hvers fyrirtækis. En í dag er reyndin önnur. Rætt var við for- ráðamenn hátt í 300 fyrirtækja á landinu, suma oftar en einu sinni. Var blaöamönnunum vel tekið næstum hvarvetna. Aðeins tvö fyrirtæki neituðu alfariö að gefa umbeðnar upplýsingar. Allir aðrir voru til viðtals og gáfu upp veltu fyrirtækja sinna eins og ekkert væri sjálfsagöara. Það torveldaði nokkuð vinnslu málsins að engin skattskrá liggur frammi fyrir árið 1980, þannig að hringt var í mun fleiri en endanlega komu til álita á listanum. Þakka blaðamennirnir viðmælendum sínum greiö og góð svör. Þegar listi sem þessi er gerður, er margs að gæta. Víða liggja vegir fyrirtækja saman á þann veg að svo virðist sem þau séu í raun eitt og sama fyrirtækið. Þetta varð að vega og meta eftir aðstæðum. Sum fyrirtækjanna eru talin uþp á listanum ásamt dótturfyrirtækjum sínum, önnur ekki. Þannig var greinilegt, svo dæmi sé tekiö, að milli Veltis h.f. annarsvegar og G. Ásgeirssonar hinsvegar eru skil- veggir, enda þótt eigendur séu sömu og húsnæði og símaþjón- usta sameiginleg. Sama má segja um Heklu h.f. og P. Stefánsson h.f., sem raunar sameinuðust á þessu ári, en voru starfandi sitt í hvoru lagi árið 1979. Þessi fyrir- tæki og nokkur önnur eru því talin sjálfstæð fyrirtæki á listanum, þó svo upplýsingar bendi til þess að um alfarið sömu eigendur sé að ræöa. Svo voru önnur fyrirtæki, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.