Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 40

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 40
stærstu fyrirtækin 1979 FRJÁLS VERZLUN birtir að þessu sinni lista sinn yfir stærstu fyrirtæki íslands með nokkuð öðru sniði en fram til þessa hefur tíðk- ast. Stærð fyrirtækjanna er nú ráðin af veltu þeirra, en ekki farið eftir starfsmannafjölda eins og áður. Teljum við að hér hafi veriö brotið blað í sambandi við þennan lista sem alltaf hefur vakið athygli í viðskiptaheiminum jafnt sem utan hans. Um það hvaða reglur beri að hafa í heiðri í sambandi við niður- röðun fyrirtækja á þennan hátt má eflaust deila, rétt eins og um aðra hluti. Þó bendum viö á að í þeim löndum þar sem við þekkjum til er veltutölu-reglan í heiöri höfð og látin ráða, þegar sérritin um versl- un og viðskipti gera hina árlegu lista sína yfir stærð fyrirtækja. Breytingin hjá okkur í Frjálsri verzlun hefur óhjákvæmilega í för með sér miklar sveiflur á listanum í ár miðað við þann í fyrra. Breyt- ingarnar eru meiri en okkur óraði fyrir. Fjöldi fyrirtækja, sem náðu 100-stærstu-listanum í fyrra og í mörg ár þar á undan, hafa nú horfið af listanum, en önnur, sem ekki hafa áður verið, hafa komið í staðinn. Þá hafa fyrirtæki sveiflast bæði upp og niður listann, allt eftir því hverjar veltutölur ársins 1979 hafa reynst. Til að setja saman listann yfir fyrirtæki landsins réð Frjáls verzl- un þá Jón Birgi Pétursson, blaða- mann og Ólaf Geirsson viðskiþta- fræðing og blaðamann. Hafa þeir að undanförnu unnið myrkranna á milli við samsetningu listans og hina viðamiklu gagnasöfnun. Fyrir nokkrum árum voru veltu- tölur fyrirtækja mikið ,,leyndar“- mál og voru nánast talin feimnis- mál hvers fyrirtækis. En í dag er reyndin önnur. Rætt var við for- ráðamenn hátt í 300 fyrirtækja á landinu, suma oftar en einu sinni. Var blaðamönnunum vel tekið næstum hvarvetna. Aðeins tvö fyrirtæki neituðu alfarið að gefa umbeðnar upplýsingar. Allir aðrir voru til viðtals og gáfu upp veltu fyrirtækja sinna eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það torveldaði nokkuð vinnslu málsins að engin skattskrá liggur frammi fyrir árið 1980, þannig að hringt var í mun fleiri en endanlega komu til álita á listanum. Þakka blaðamennirnir viðmælendum sínum greið og góð svör. Þegar listi sem þessi er gerður, er margs að gæta. Víöa liggja vegir fyrirtækja saman á þann veg að svo virðist sem þau séu í raun eitt og sama fyrirtækið. Þetta varð að vega og meta eftir aðstæðum. Sum fyrirtækjanna eru talin upp á listanum ásamt dótturfyrirtækjum sínum, önnur ekki. Þannig var greinilegt, svo dæmi sé tekið, að milli Veltis h.f. annarsvegar og G. Ásgeirssonar hinsvegar eru skil- veggir, enda þótt eigendur séu sömu og húsnæði og símaþjón- usta sameiginleg. Sama má segja um Heklu h.f. og P. Stefánsson h.f., sem raunar sameinuðust á þessu ári, en voru starfandi sitt í hvoru lagi árið 1979. Þessi fyrir- tæki og nokkur önnur eru því talin sjálfstæð fyrirtæki á listanum, þó svo upplýsingar bendi til þess að um alfarið sömu eigendur sé að ræða. Svo voru önnur fyrirtæki, sem 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.