Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 64
á kælikistum fyrir Sanitas vörurn-
ar. Þá leggjum við aukna áherzlu á
gosvélarnar svonefndu en þær
henta einkar vel á stórum sam-
komustöðum og dansstöðum, þar
sem tómar flöskur eru sifellt
vandamál en t.d. einnota pappaílát
henta vel."
Neytandinn
,,Neytandinn er aðalatriðið og
öllu skiptir vitaskuld að hann vilji
kaupa vörur okkar. Þau atriði sem
ég hef nefnt áður miða að því að
gera hann ánægöan. En ekki er
nóg að framleiða 1. flokks vöru og
veita góða þjónustu. Fólk verður
að vita af vörum okkar. Því höfum
við gert stórátak í auglýsingamál-
um okkar. Sjónvarpið er þar öfl-
ugasti miðillinn. Einnig höfum við
auglýst mikið í blöðum og tímarit-
um. Þá höfum við verið með vöru-
kynningar í stórverzlunum hér í
Reykjavík, sem gefist hafa vel.
Pepsíbíóin, sem við höfum haldið
ókeypis fyrir krakkana i tilefni
Sanitasafmælisins hafa slegið í
gegn. í auglýsingum okkar höfum
við reynt að höfða sem mest til
krakka og táninga eða aldurs-
hópsins á þilinu frá 10—20 ára, en
á þessum aldri drekkur fólk líkleg-
ast mest af gosdrykkjum og
neyzluvenjur myndast að mestu;
menn velja sér drykkjartegundir,
sem þeir halda sig yfirleitt við upp
frá því."
Samkeppnin
Við Sþurðum Ragnar að því
hvort samkeþþnin væri ekki hörð í
þessum bransa. ,,Jú, svo sannar-
lega. Heildarsala á gosdrykkjum
hér á markaðnum hefur minnkað
en þó hefur framleiðsla Sanitas
aukist gífurlega. Sem dæmi má
taka að í seþtember s.l. vorum við
búnir að framleiða og selja jafn-
mikið og allt árið í fyrra. Ljóst er að
þessi söluaukning okkar hlýtur að
koma niður á hinum framleiðend-
unum. Ég held að þetta bitni harð-
ast á Coka Cola framleiöslunni.
Kóksalan hefur stórminnkað. En
þetta er ekkert einsdæmi á íslandi
því að Kókið er í mikilli vörn gagn-
vart Peþsi bæði i Evrópu og
Bandaríkjunum fv
64
Framleióslan á leiö á markaö.
Svipmynd frá verksmiðju Sanitas vió Köllunarklettsveg. PEPSIátöppun í fullum
gangi.