Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.12.1980, Blaðsíða 39
um og fjallar um málefni einstakra kaupfélaga, sem snúa sér með málefni sín til Sambandsins. Stjórnarformaður Sambandsins er megin tengiliður milli stjórnarinnar og framkvæmdastjórnarinnar. Hann undirbýr stjórnarfundi í „Þróun samvinnu- h reyfi nga ri nnar verður i átt til frekari sérhœf- ingar“ samvinnu við forstjóra og stýrir þeim. Þar fyrir utan vinnur hann mikið í sérstökum nefndum, sem Sambandsstjórn kýs til þess að fjalla um einstaka málaflokka. Hans verksmið er auk þess að nokkru leyti að taka þátt í tengslum samvinnuhreyfingarinnar við aðra aðila í þjóðfélaginu t.d. opinbera aðila, með forstjóra og hann semur skýrslu Sambandsstjórnar, sem lögð er fyrir aðalfund ár hvert. Stjórnarformaður er ekki starfs- maður Sambandsins og sinnir því hlutverkinu aðeins sem leikmaður og sú staðreynd takmarkað að sjálfsögðu mjög þann tíma, sem notaður er til starfans. Talsverðar breytingar hafa ný- lega verið gerðar á stjórnkerfi tveggja stórfyrirtækja, Flugleiða og Eimskipafélagsins. Hvað með SÍS. Er þörf á breytingum á stjórnskipan fyrirtækisins og þá rekstrarskipulagi? Sambandsstjórn kaus fyrir nokkru sérstaka nefnd til þess að fjalla um skipulagsmál Sam- bandsins, en sú nefnd er enn að störfum og hefur ekki skilað áliti. Það er vel hugsanlegt, að ein- hverjar breytingar verði gerðar, og ég vil reyndar geta þess, að meiri- háttar breytingar hafa nýlega verið gerðar í stjórnunarfyrirkomulagi Iðnaðardeildar Sambandsins. Ennfremur vil ég geta þess, aö í samræmi við ályktun frá Alþingi hefur Viðskiptaráðuneytið skipað sérstaka nefnd til þess að fjalla um endurskoðun á samvinnulögunum og það er að sjálfsögðu hugsan- legt, að sú endurskoðun leiði til einhverra breytinga í skipulagi Sambandsins. Hvernig verður starfsemi Sam- bandsins háttað árið 2000? Um það getur að sjálfsögðu enginn fullyrt og ég er enginn spámaður. Eins og ég sagði áðan erum við að athuga skipulagsmál Sambandsins og samvinnulögin eru í endurskoðun. Þetta útaf fyrir sig gæti leitt til þess aó samvinnu- hreyfingin árið 2000 yrði að ein- hverju leyti öðru vísi en hún er nú við lok ársins 1980. í þessu sam- bandi langar mig til að benda á það sérkenni hinnar íslensku samvinnuhreyfingar, að hún er blönduð hreyfing framleiðenda og neytenda, en slíkt fyrirkomulag er nánast fátítt erlendis. I þessari staðreynd, þ.e. blandaðri hreyf- ingu framleiðenda og neytenda, er fólgin einn megin styrkur hinnar íslensku samvinnuhreyfingar og þetta fyrirkomulag hefur gert fé- lagsfólkinu og þjóðinni allri mjög mikið gagn að mínu mati. Við munum tvímælalaust leggja mjög mikla áherslu á það, að sam- vinnuhreyfingin verði áfram blönduð hreyfing framleiðenda og neytenda en hins vegar er alveg viðbúið, að þróunin fram til ársins 2000 muni leiða okkur til aukinnar sérhæfingar og þá m.a. í því skyni að það félagsfólk, sem hefur sér- stakra hagsmuna að gæta í sam- bandi við einstaka rekstrarþætti, fái aukin tækifæri til beinna áhrifa á fyrirkomulag og stjórnun við- komandi rekstrarþátta. Það er reyndar þegar farið að bera mjög á þessari sérhæfingu og má í því sambandi nefna fyrirkomulag á rekstri sjávarafurðadeildar, bú- vörudeildar, Osta- og smjörsöl- unnarog margtfleira mætti nefna í þessu efni. Er líklegt að vaxandi notkun sjálfvirkniaukandi tölva leiði til þess að starfsfólki verði fækkað eða þá að ótti starfsfólks hefti eðlilegar framfarir á þessu sviði? Ég tel, að samvinnuhreyfingin eins og aðrir aðilar í landinu, sem afskipti hafa af atvinnustarfsem- inni, verði að móta sér stefnu í sambandi við þá byltingu, sem kann að vera framundan, en sú bylting er gjarnan kölluð örtölvu- byltingin. Við höfum ekki enn mót- að stefnu í þessu efni en framtíð- arstefnan hlýtur að verða að taka eðlilegt mið af þörfum þjóðfélags- „ Vaxtarmögu- leikar eru mestir á iðnaðarsviðinu“ ins fyrir aukna framleiðni og auknar þjóðartekjur annars vegar en hins vegar af þörfum fólksins f landinu fyrir það að hafa störf að vinna og eðlilegt vinnuálag. Um þetta fjölyrði ég ekki frekar, en þessi stefnumótun verður örugg- lega mjög til umræðu á næstu ár- um. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.